Innlent

Þjóðleikhúsráð sendir umsögn

Þjóðleikhúsráð hefur sent menntamálaráðuneytinu umsögn um þá sem sóttu um starf þjóðleikhússtjóra. Þjóðleikhúsráð fjallar samkvæmt lögum um alla umsækjendur. Í leiklistarlögum segir að velja skuli mann með menntun á sviði lista og staðgóða þekkingu á sviði leikhúsa. Þjóðleikhúsráð ákvað einróma á fundi sínum að mæla með sex einstaklingum, Árna Ibsen leikskáldi og leiklistarráðunaut, Hafliða Arngrímssyni leikstjóra og leiklistarráðunaut, Kjartani Ragnarssyni leikstjóra og leikskáldi, Kristínu Jóhannesdóttur leikstjóra, Þórhildi Þorleifsdóttur leikstjóra og fyrrverandi leikhússtjóra Borgarleikhússins og Tinnu Gunnlaugsdóttur leikara. Menntamálaráðherra skipar í embættið fyrir mánaðarmót.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×