Erlent

Neita öllum viðræðum

Norður-Kóreumenn segjast ekki til viðræðu um kjarnorkuáætlun sína fyrr en Suður-Kóreumenn hefðu sagt allan sannleikann um leynilegar tilraunir sínar með kjarnorku. Stefnt hafði verið að fundi sex ríkja í þessum mánuði þar sem fjalla átti um kjarnorkuvopnaáætlun norður-kóreskra stjórnvalda. Þetta er í uppnámi eftir að upp komst að Suður-Kóreustjórn hafði gert tilraunir með plútóníum fyrir rúmum tveimur áratugum og að hún hafði reynt að auðga úraníum fyrir tveimur árum. Stjórnvöld segjast ekki ætla að koma sér upp kjarnorkuvopnum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×