Erlent

Ívan að ganga á land í Alabama

Fellibylurinn Ívan er í þessum töluðu orðum að ganga á land í Alabama-ríki í Bandaríkjunum. Þegar hafa tveir látið lífið. Veðurbauja á Mexíkóflóa mældi 16 metra háa öldu í miðju fellibylsins snemma í morgun og sérfræðingar óttast að slík flóðbylgja valdi gríðarlegu tjóni þegar hún nær ströndinni. Miðja fellibylsins stefnir á bæinn Mobile í Alabama en þar búa um tvö hundruð þúsund manns.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×