Erlent

Ruddust inn í breska þingið

Fimm mótmælendur ruddust inn í breska þingsalinn í gær til að mótmæla banni á refaveiðum sem tekur gildi árið 2006. Einn mannanna komst alveg upp að forseta þingsins áður en lögreglan handsamaði hann. Þingfundi var frestað um tíma. Þetta er í annað skiptið sem öryggisgæsla í þinghúsinu gefur sig. Fyrir nokkrum mánuðum var dufti kastað á Tony Blair þegar hann hélt ræðu. Talið er líklegt að atvikið í gær verði til þess að öryggisgæsla í og við þinghúsið verði efld til muna. Um tíu þúsund manns komu saman fyrir framan þinghúsið í gær til að mótmæla banninu á refaveiðum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×