Erlent

Glæpatíðni í sögulegu lágmarki

Glæpatíðni í Bandaríkjunum hefur aldrei verið lægri en á síðasta ári, frá því dómsmálaráðuneytið byrjaði á því árið 1973 að gera kannanir á því hversu stór hluti þjóðarinnar hefði orðið fyrir barðinu á glæpamönnum. Ofbeldisglæpum hefur fækkað um 55 prósent á áratug og þjófnuðum og innbrotum um nær helming á sama tíma, að því er fram kemur í Washington Post. Einn af hverjum 44 Bandaríkjamönnum varð fyrir ofbeldisglæp á síðasta ári, en fyrir áratug var einn af hverjum tuttugu beittur ofbeldi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×