Erlent

Í vanda vegna verkfalls

Tugþúsundir barna og fullorðinna gengu, hjóluðu eða húkkuðu sér far í vinnuna í hellirigningu eftir að strætisvagnabílstjórar í Helsinki fóru í sólarhringslangt verkfall í gær. Alls fóru um 1.400 vagnstjórar hjá strætisvögnum Helsinki í verkfall og er talið að það hafi haft áhrif á ferðir um hundrað þúsund vegfarenda. Ríkisrekna lestarfélagið bætti við vögnum á um hundrað leiðum sem það þjónar. Leigubílar í akstri voru 50% fleiri en venja er, 1.350 í stað 900, og höfðu leigubílstjórar í nógu að snúast. Vagnstjórar óttast einkavæðingu og uppsagnir en borgaryfirvöld segja það firru.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×