Erlent

Tugþúsundir mótmæltu

Tugþúsundir ísraelskra landnema á Gaza og stuðningsmenn þeirra efndu til mótmæla í Jerúsalem, höfuðborg Ísraels, gegn áformum Ariels Sharon forsætisráðherra um að flytja landnemana á brott frá Gaza. Mótmælin fóru friðsamlega fram en nokkrir forystumenn landnema hafa varað við að nauðungarflutningar kunni að leiða til borgarastríðs. Ísraelska ríkisstjórnin hefur ákveðið að byrja þegar á næstu dögum að greiða landnemum bætur fyrir að flytja af heimilum sínum. Upphaflega stóð ekki til að gera það fyrr en eftir nokkra mánuði. Hver fjölskylda fær á bilinu fimmtán til 35 milljónir króna.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×