Óvíst hvort allt verði boðið út 4. september 2004 00:01 "Það er engan veginn gefið að öll fjarskiptaþjónusta ríkisins sé útboðshæf," segir Stefán Jón Friðriksson, sérfræðingur á sviði opinberra innkaupa og útboða hjá fjármálaráðuneytinu og starfsmaður framkvæmdanefndar um einkavæðingu. Aðeins tvö ríkisfyrirtæki hafa boðið út fjarskiptaþjónustu þrátt fyrir yfirlýsta stefnu stjórnvalda um að bjóða út rekstur þar sem því verði við komið. Útboðin eru í undirbúningi Ríkiskaupa. "Fjarskiptaþjónusta er ekki útboðsskyld samkvæmt lögum um opinber innkaup heldur er verið að gæta samræmis í stefnu stjórnvalda. Það er hluti af skýringunni hve seint var hafist handa við að undirbúa útboð þjónustunnar en einnig að fjarskiptamarkaðurinn er orðinn miklu þroskaðari og því er nú rétti tíminn til breytinga," segir Stefán. Sé horft til 52% sparnaðar sem Reykjavíkurborg náði við útboð á öllum símakostnaði ásamt kostnaði við gagnaflutninga og gagnalínuleigu má ætla að um verulegar fjárhæðir sé að ræða fyrir ríkissjóð; jafnvel um 745 milljónir króna. Stefán segir ekki rétt að bera saman ólíka hluti eins og gert sé í þessu tilviki. "Í útboði Reykjavíkurborgar er talað um takmarkaðan þátt af heildarfjarskiptum Reykjavíkurborgar. Inn í rúmlega 1.350 milljóna kostnaðartölu ríkisins gæti til dæmis reiknast rekstur á skipafjarskiptum og flugfjarskiptum. Það er allt annar hlutur og ekki víst að unnt sé að bjóða hann út þó það verði skoðað," segir Stefán. Guðmundur Árni Stefánsson, þingmaður Samfylkingarinnar, segir samkeppni fjarskiptafyrirtækja óeðlilega og að sumir haldi því fram að ríkisstjórnin sé að reyna að auka verðgildi Símans í fyrirhuguðu útboði með því að láta markaðinn halda að viðskipti við ríkissjóð fylgi með. "Það stenst engan veginn skoðun því nýr eigandi Símans getur ekki gengið að því vísu að ríkissjóður sé alltaf í viðskiptum við eitt og sama fyrirtækið," segir Guðmundur. Stefán segir ekki beðið með fjarskiptaútboð ríkisfyrirtækja til að auka verðmæti Símans fyrir sölu. Miklu fremur sé þess vænst að hagræðing og sparnaður náist með umræddu útboði. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Sjá meira
"Það er engan veginn gefið að öll fjarskiptaþjónusta ríkisins sé útboðshæf," segir Stefán Jón Friðriksson, sérfræðingur á sviði opinberra innkaupa og útboða hjá fjármálaráðuneytinu og starfsmaður framkvæmdanefndar um einkavæðingu. Aðeins tvö ríkisfyrirtæki hafa boðið út fjarskiptaþjónustu þrátt fyrir yfirlýsta stefnu stjórnvalda um að bjóða út rekstur þar sem því verði við komið. Útboðin eru í undirbúningi Ríkiskaupa. "Fjarskiptaþjónusta er ekki útboðsskyld samkvæmt lögum um opinber innkaup heldur er verið að gæta samræmis í stefnu stjórnvalda. Það er hluti af skýringunni hve seint var hafist handa við að undirbúa útboð þjónustunnar en einnig að fjarskiptamarkaðurinn er orðinn miklu þroskaðari og því er nú rétti tíminn til breytinga," segir Stefán. Sé horft til 52% sparnaðar sem Reykjavíkurborg náði við útboð á öllum símakostnaði ásamt kostnaði við gagnaflutninga og gagnalínuleigu má ætla að um verulegar fjárhæðir sé að ræða fyrir ríkissjóð; jafnvel um 745 milljónir króna. Stefán segir ekki rétt að bera saman ólíka hluti eins og gert sé í þessu tilviki. "Í útboði Reykjavíkurborgar er talað um takmarkaðan þátt af heildarfjarskiptum Reykjavíkurborgar. Inn í rúmlega 1.350 milljóna kostnaðartölu ríkisins gæti til dæmis reiknast rekstur á skipafjarskiptum og flugfjarskiptum. Það er allt annar hlutur og ekki víst að unnt sé að bjóða hann út þó það verði skoðað," segir Stefán. Guðmundur Árni Stefánsson, þingmaður Samfylkingarinnar, segir samkeppni fjarskiptafyrirtækja óeðlilega og að sumir haldi því fram að ríkisstjórnin sé að reyna að auka verðgildi Símans í fyrirhuguðu útboði með því að láta markaðinn halda að viðskipti við ríkissjóð fylgi með. "Það stenst engan veginn skoðun því nýr eigandi Símans getur ekki gengið að því vísu að ríkissjóður sé alltaf í viðskiptum við eitt og sama fyrirtækið," segir Guðmundur. Stefán segir ekki beðið með fjarskiptaútboð ríkisfyrirtækja til að auka verðmæti Símans fyrir sölu. Miklu fremur sé þess vænst að hagræðing og sparnaður náist með umræddu útboði.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Sjá meira