Óvíst hvort allt verði boðið út 4. september 2004 00:01 "Það er engan veginn gefið að öll fjarskiptaþjónusta ríkisins sé útboðshæf," segir Stefán Jón Friðriksson, sérfræðingur á sviði opinberra innkaupa og útboða hjá fjármálaráðuneytinu og starfsmaður framkvæmdanefndar um einkavæðingu. Aðeins tvö ríkisfyrirtæki hafa boðið út fjarskiptaþjónustu þrátt fyrir yfirlýsta stefnu stjórnvalda um að bjóða út rekstur þar sem því verði við komið. Útboðin eru í undirbúningi Ríkiskaupa. "Fjarskiptaþjónusta er ekki útboðsskyld samkvæmt lögum um opinber innkaup heldur er verið að gæta samræmis í stefnu stjórnvalda. Það er hluti af skýringunni hve seint var hafist handa við að undirbúa útboð þjónustunnar en einnig að fjarskiptamarkaðurinn er orðinn miklu þroskaðari og því er nú rétti tíminn til breytinga," segir Stefán. Sé horft til 52% sparnaðar sem Reykjavíkurborg náði við útboð á öllum símakostnaði ásamt kostnaði við gagnaflutninga og gagnalínuleigu má ætla að um verulegar fjárhæðir sé að ræða fyrir ríkissjóð; jafnvel um 745 milljónir króna. Stefán segir ekki rétt að bera saman ólíka hluti eins og gert sé í þessu tilviki. "Í útboði Reykjavíkurborgar er talað um takmarkaðan þátt af heildarfjarskiptum Reykjavíkurborgar. Inn í rúmlega 1.350 milljóna kostnaðartölu ríkisins gæti til dæmis reiknast rekstur á skipafjarskiptum og flugfjarskiptum. Það er allt annar hlutur og ekki víst að unnt sé að bjóða hann út þó það verði skoðað," segir Stefán. Guðmundur Árni Stefánsson, þingmaður Samfylkingarinnar, segir samkeppni fjarskiptafyrirtækja óeðlilega og að sumir haldi því fram að ríkisstjórnin sé að reyna að auka verðgildi Símans í fyrirhuguðu útboði með því að láta markaðinn halda að viðskipti við ríkissjóð fylgi með. "Það stenst engan veginn skoðun því nýr eigandi Símans getur ekki gengið að því vísu að ríkissjóður sé alltaf í viðskiptum við eitt og sama fyrirtækið," segir Guðmundur. Stefán segir ekki beðið með fjarskiptaútboð ríkisfyrirtækja til að auka verðmæti Símans fyrir sölu. Miklu fremur sé þess vænst að hagræðing og sparnaður náist með umræddu útboði. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Milljónagreiðslur til Baldvins Jónssonar stöðvaðar Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Viðskipti erlent Fólk geti nýtt séreignarsparnaðinn seinna á árinu Neytendur „Algjört siðleysi“ Neytendur Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
"Það er engan veginn gefið að öll fjarskiptaþjónusta ríkisins sé útboðshæf," segir Stefán Jón Friðriksson, sérfræðingur á sviði opinberra innkaupa og útboða hjá fjármálaráðuneytinu og starfsmaður framkvæmdanefndar um einkavæðingu. Aðeins tvö ríkisfyrirtæki hafa boðið út fjarskiptaþjónustu þrátt fyrir yfirlýsta stefnu stjórnvalda um að bjóða út rekstur þar sem því verði við komið. Útboðin eru í undirbúningi Ríkiskaupa. "Fjarskiptaþjónusta er ekki útboðsskyld samkvæmt lögum um opinber innkaup heldur er verið að gæta samræmis í stefnu stjórnvalda. Það er hluti af skýringunni hve seint var hafist handa við að undirbúa útboð þjónustunnar en einnig að fjarskiptamarkaðurinn er orðinn miklu þroskaðari og því er nú rétti tíminn til breytinga," segir Stefán. Sé horft til 52% sparnaðar sem Reykjavíkurborg náði við útboð á öllum símakostnaði ásamt kostnaði við gagnaflutninga og gagnalínuleigu má ætla að um verulegar fjárhæðir sé að ræða fyrir ríkissjóð; jafnvel um 745 milljónir króna. Stefán segir ekki rétt að bera saman ólíka hluti eins og gert sé í þessu tilviki. "Í útboði Reykjavíkurborgar er talað um takmarkaðan þátt af heildarfjarskiptum Reykjavíkurborgar. Inn í rúmlega 1.350 milljóna kostnaðartölu ríkisins gæti til dæmis reiknast rekstur á skipafjarskiptum og flugfjarskiptum. Það er allt annar hlutur og ekki víst að unnt sé að bjóða hann út þó það verði skoðað," segir Stefán. Guðmundur Árni Stefánsson, þingmaður Samfylkingarinnar, segir samkeppni fjarskiptafyrirtækja óeðlilega og að sumir haldi því fram að ríkisstjórnin sé að reyna að auka verðgildi Símans í fyrirhuguðu útboði með því að láta markaðinn halda að viðskipti við ríkissjóð fylgi með. "Það stenst engan veginn skoðun því nýr eigandi Símans getur ekki gengið að því vísu að ríkissjóður sé alltaf í viðskiptum við eitt og sama fyrirtækið," segir Guðmundur. Stefán segir ekki beðið með fjarskiptaútboð ríkisfyrirtækja til að auka verðmæti Símans fyrir sölu. Miklu fremur sé þess vænst að hagræðing og sparnaður náist með umræddu útboði.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Milljónagreiðslur til Baldvins Jónssonar stöðvaðar Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Viðskipti erlent Fólk geti nýtt séreignarsparnaðinn seinna á árinu Neytendur „Algjört siðleysi“ Neytendur Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira