Sport

Fengu ekki gullbónus sem lofað var

Undirbúningur Evrópumeistara Grikkja fyrir undankeppni HM um helgina þar sem þeir mæta Albaníu, er í uppnámi því gríska ríkisstjórnin sveik Evrópumeistarana um gullbónus fyrir sigurinn á EM í sumar. Theodoros Zagorakis, fyrirliði gríska landsliðsins segir að landsliðsmennirnir hafi enn ekki fengið eina einustu krónu frá grísku ríkisstjórninni eins og íþróttamálaráðherrann lofaði í móttöku fyrir gríska liðið. Landsliðsmennirnir vilja fá eina milljón evra hver eða 87 milljónir króna en gríska ríkið segist ekki hafa efni á því og er reiðubúið að greiða fjórar milljónir evra eða 350 milljónir króna sem skiptist á milli 23ja leikmanna liðsins sem gerir um 15 milljónir króna á haus. Knattspyrnusamband Grikklands tekur undir kröfur leikmannanna.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×