Eyjamenn í toppsætið 29. ágúst 2004 00:01 Eyjamenn komu sér á toppinn í Landsbankadeild karla með sannfærandi sigri á slökum Víkingum í Vestmannaeyjum í gær. Lokatölur leiksins urðu 3-0 þar sem Bjarnólfur Lárusson, besti maður vallarins, fór á kostum og skoraði tvö mörk fyrir heimamenn. Tvö mörk úr aukaspyrnu "Þetta lá fyrir mér í dag og það er ekki á hverjum degi sem maður hefur tækifæri á að skora þrennu svo maður lét nokkur skot vaða undir lokin," sagði Bjarnólfur, sem kom ÍBV yfir á 18. mínútu leiksins með þrumuskoti beint úr aukaspyrnu. Martin Tranicik, markvörður Víkings, hlýtur að velta fyrir sér hvort hann hefði ekki getað gert betur enda hreyfði hann sig ekki á línunni þegar boltinn söng í netinu. Hvorugt liðið var að skapa sér færi og vakti kannski sérstaklega athygli hversu lítið fór fyrir nýjasta atvinnumanni okkar Íslendinga, Gunnari Heiðari Þorvaldssyni, sem lék kveðjuleik sinn á Hásteinsvelli um helgina. Engu líkara var en að strákurinn væri kominn hálfa leið til Svíþjóðar en hann átti aðeins eitt hálffæri áður en honum var skipt út af á 88. mínútu. Víkingar náðu lítið að skapa sér með Jermaine Palmer einan í fremstu víglínu. Þó átti besti leikmaður liðsins, Viktor Bjarni Arnarsson, ágæta spretti á hægri kantinum en komst ekki í gegnum vel skipulagða varnarlínu ÍBV-liðsins. Flautukonsert Í seinni hálfleik var harkan í fyrirrúmi og Gísli Jóhannsson, sem hefur nú átt betri daga á vellinum, var með mikinn flautukonsert og leikurinn fékk lítið að fljóta. Á 58. mínútu má svo segja að Atli Jóhannsson hafi gert út um leikinn þegar hann þrumaði boltanum í netið eftir hornspyrnu Eyjamanna. Staðan orðin 2-0 og Sigurður Jónsson, sem var hávær á línunni að vanda, átti engin svör. Bjarnólfur Lárusson gulltryggði svo stigin þrjú með sínu öðru marki og aftur var það úr aukaspyrnu en í þetta skiptið hafði boltinn viðkomu í varnarmanni Víkingsliðsins. "Það er ekkert hægt að segja eftir svona leik, við vorum bara lélegir," sagði Sigursteinn Gíslason, leikmaður Víkings, sem mætti ásamt liði sínu til Eyja á laugardaginn þegar fresta þurfti leiknum þar sem dómararnir urðu veðurtepptir í bænum. "Það að koma deginum fyrr hefði bara átt að vera betra fyrir okkur í undirbúningnum fyrir þennan leik. Við fengum að sofa og hvíla okkur vel fyrir leikinn," sagði Sigursteinn, sem var svekktur en þó ekki búinn að gefa upp alla von. "Við verðum bara að halda áfram, bæta í og gera okkar besta í þessum leikjum sem eru eftir. Þetta er ekkert búið hjá okkur, það eru enn sex stig í pottinum." Pepsi Max-deild karla Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Íslenski boltinn „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Enski boltinn Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Fótbolti Fleiri fréttir Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni Segist græða jafn mikið á einum Steraleikum og þrettán heimsmeistaramótum Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Dagskráin í dag: Besta deild kvenna, Íslendingaslagur, enski og margt fleira Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt að sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Sjá meira
Eyjamenn komu sér á toppinn í Landsbankadeild karla með sannfærandi sigri á slökum Víkingum í Vestmannaeyjum í gær. Lokatölur leiksins urðu 3-0 þar sem Bjarnólfur Lárusson, besti maður vallarins, fór á kostum og skoraði tvö mörk fyrir heimamenn. Tvö mörk úr aukaspyrnu "Þetta lá fyrir mér í dag og það er ekki á hverjum degi sem maður hefur tækifæri á að skora þrennu svo maður lét nokkur skot vaða undir lokin," sagði Bjarnólfur, sem kom ÍBV yfir á 18. mínútu leiksins með þrumuskoti beint úr aukaspyrnu. Martin Tranicik, markvörður Víkings, hlýtur að velta fyrir sér hvort hann hefði ekki getað gert betur enda hreyfði hann sig ekki á línunni þegar boltinn söng í netinu. Hvorugt liðið var að skapa sér færi og vakti kannski sérstaklega athygli hversu lítið fór fyrir nýjasta atvinnumanni okkar Íslendinga, Gunnari Heiðari Þorvaldssyni, sem lék kveðjuleik sinn á Hásteinsvelli um helgina. Engu líkara var en að strákurinn væri kominn hálfa leið til Svíþjóðar en hann átti aðeins eitt hálffæri áður en honum var skipt út af á 88. mínútu. Víkingar náðu lítið að skapa sér með Jermaine Palmer einan í fremstu víglínu. Þó átti besti leikmaður liðsins, Viktor Bjarni Arnarsson, ágæta spretti á hægri kantinum en komst ekki í gegnum vel skipulagða varnarlínu ÍBV-liðsins. Flautukonsert Í seinni hálfleik var harkan í fyrirrúmi og Gísli Jóhannsson, sem hefur nú átt betri daga á vellinum, var með mikinn flautukonsert og leikurinn fékk lítið að fljóta. Á 58. mínútu má svo segja að Atli Jóhannsson hafi gert út um leikinn þegar hann þrumaði boltanum í netið eftir hornspyrnu Eyjamanna. Staðan orðin 2-0 og Sigurður Jónsson, sem var hávær á línunni að vanda, átti engin svör. Bjarnólfur Lárusson gulltryggði svo stigin þrjú með sínu öðru marki og aftur var það úr aukaspyrnu en í þetta skiptið hafði boltinn viðkomu í varnarmanni Víkingsliðsins. "Það er ekkert hægt að segja eftir svona leik, við vorum bara lélegir," sagði Sigursteinn Gíslason, leikmaður Víkings, sem mætti ásamt liði sínu til Eyja á laugardaginn þegar fresta þurfti leiknum þar sem dómararnir urðu veðurtepptir í bænum. "Það að koma deginum fyrr hefði bara átt að vera betra fyrir okkur í undirbúningnum fyrir þennan leik. Við fengum að sofa og hvíla okkur vel fyrir leikinn," sagði Sigursteinn, sem var svekktur en þó ekki búinn að gefa upp alla von. "Við verðum bara að halda áfram, bæta í og gera okkar besta í þessum leikjum sem eru eftir. Þetta er ekkert búið hjá okkur, það eru enn sex stig í pottinum."
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Íslenski boltinn „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Enski boltinn Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Fótbolti Fleiri fréttir Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni Segist græða jafn mikið á einum Steraleikum og þrettán heimsmeistaramótum Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Dagskráin í dag: Besta deild kvenna, Íslendingaslagur, enski og margt fleira Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt að sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Sjá meira