Sport

Espanol og Deportivo skildu jöfn

Keppni í spænsku knattspyrnunni hófst í gærkvöldi með þremur leikjum. Atletico Madríd vann Malaga 2-0, Espanol og Deportivo La Coruna gerðu 1-1 jafntefli og nýliðarnir í Numancia gerðu 1-1 jafntefli við Real Betis. Klukkan 19:30 í kvöld verður leikur Racing Santander og Barcelona sýndur beint á Sýn. Á myndinni sést Ariel Ibagaza, leikmaður Atletico Madríd, fagna marki sínu gegn Malaga.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×