Sport

Ísland sigraði Austurríki

Íslenska landsliðið í körfuknattleik sigraði Austurríkismenn 74-71 á æfingamóti í Ungverjalandi í gær. Austurríkismenn höfðu forystu lengst af en íslensku landsliðsmennirnir áttu góðan lokasprett og þeir tryggðu sér þriggja stiga sigur. Jón Nordal Hafsteinsson skoraði 19 stig á þeim 26 mínútum sem hann spilaði. Magnús Þór Gunnarsson skoraði 17 stig og Jakob Sigurðsson 13. Íslendingar mæta Ungverjum í dag.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×