Innlent

Stærð rúma vanreiknuð

Stærð rúma var vanreiknuð í hönnun viðbyggingar við Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri, sem þó var ætluð undir legudeild. Forstjóri sjúkrahússins vill ekki, frekar en heilbrigðisráðherra, draga neinn til ábyrgðar en segir að taka hefði átt viðbygginguna í notkun fyrir löngu. Vegna fjárskorts og hönnunargalla hefur viðbygging við Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri staðið ónotuð í hartnær áratug. Í nýlegri skýrslu Ríkisendurskoðunar segir að klúðrið hafi kostað skattborgara tugir milljóna. Þar sem viðbyggingina átti að nota undir legudeild kann það að hljóma ótrúlega að við hönnun hennar var rými vegna rúma vanreiknað. Halldór Jónsson, forstjóri FSA, segist ekki geta svarað því hvernig í ósköpunum svona nokkuð geti gerst því verkið hafi ekki verið unnið á hans borði. Hann segir Fjórðungssjúkrahúsið ekki beinan aðila að framkvæmdunum fyrr en það fær húsið afhent. Aðspurður hver beri ábyrgðina segist Halldór ekki sagt neitt til um það. Halldór segir forsvarsmenn Sjúkrahússins oft hafa reitt hár sitt vegna seinagangsins og þeir hafi sannarlega pressað á stjórnvöld vegna málsins. Löng bið hafi verið eftir fjármunum til að geta haldið áfram með bygginguna og sú bið standi enn. Halldór segist ekki geta sagt til um hvenær byggingin verði tekin í notkun.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×