Sport

Valsmenn nánast komnir upp

Valur nánast tryggði sér sæti í Landsbankadeildinni á næstu leiktíð með stórsigri á Breiðabliki í gærkvöldi. 6-1 urðu úrslitin á Valsvellinum. Valur hefur sex stiga forystu á HK sem er í þriðja sæti og að auki 17 mörk í plús þegar aðeins tvær umferðir eru eftir.   Þróttur komst í annað sætið á kostnað HK-manna, sigraði 3-2 á Kópavogsvelli. Fjölnir vann Stjörnuna 2-0. Sextándu umferðinni lýkur í dag en þá keppa Þór og Njarðvík klukkan 14 og Haukar og Völsungur klukkan 16. Úrslitaleikurinn í 1. deild kvenna verður á Varmárvelli klukkan 15 í dag. Þá keppa ÍA og Keflavík. Fyrri leikirnir í undanúrslitum í 3. deildarkeppni karla verður í dag. Reynir mætir Fjarðabyggð og Skallagrímur keppir við Huginn. Báðir leikirnir hefjast klukkan 14.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×