Sport

Nauðsynleg ákvörðun, segir Owen

Michael Owen hjá Real Madrid, sem sagði nýlega skilið við Liverpool, lið sitt til 13 ára, er ánægður með þessa ákvörðun og segir hana hafa verið nauðsynlega fyrir sig sem manneskju og leikmann. "Þetta var orðið fullþægilegt hjá Liverpool. Partur af mér sagði að ég ætti bara að klára ferilinn hjá Liverpool. Þar líkaði öllum vel við mig, fjölskyldan væri þar og ég þyrfti ekki að hafa neinar áhyggjur" sagði Owen. "Nú er ég kominn í þá stöðu að þurfa að hafa fyrir hlutunum og aðlaga mig nýju liði. Það er mjög spennandi en að sama skapi reynir það töluvert á taugarnar". Owen segist dást að framherjum Real Madrid og að þeir muni veita honum verðuga keppni. "Raul, Ronaldo og Morientes eru þrír af bestu framherjum heims".



Fleiri fréttir

Sjá meira


×