Sport

Savage grófur

Knattspyrnustjóri Chelsea, Jose Mourinho, vill að Robbie Savage hjá Birmingham verði sektaður fyrir atvik sem átti sér stað í leik liðana á dögunum. Savage gaf Mateja Kezman olnbogaskot í andlitið í baráttunni um boltann. Steve Bruce, knattspyrnustjóri Birmingham, þvertók fyrir að Savage myndi gera slíkt vísvitandi. "Hann kallar ekki allt ömmu sína þegar kemur að fótboltanum en hafi þetta gerst þá hefur það ekki verið hans viljaverk" fullyrti Bruce. Chelsea vann leikinn 1-0 með marki frá Joe Cole.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×