Framsóknarkonur íhuga sérframboð 22. ágúst 2004 00:01 Ríkisstjórnin hefur svikið loforð um jöfnun á hlut kynjanna í stjórnmálum með brottvikningu Sivjar Friðleifsdóttur úr ráðherrastóli, að mati Þorbjargar Ingu Jónsdóttur, hæstaréttarlögmanns og formanns Kvenréttindafélags Íslands. Hún segir að áhugavert væri að skoða hvort rétt sé að fara með ákvörðun Framsóknarflokksins fyrir dómstóla. Bryndís Bjarnason, jafnréttisfulltrúi Framsóknarflokksins, segir kvennaframboð koma til greina haldi flokksforystan áfram að ganga fram hjá konum. Þorbjörg er undrandi og hneyksluð á brottvikningu Sivjar. Öll viðmið sem fylgt hafi verið við val á ráðherrum og þær reglur sem Framsóknarflokkurinn sjálfur hafi skapað sér séu brotin. Ríkisstjórnin standi ekki undir væntingum Kvenréttindafélags og annarra sem vinni að jafnrétti kynjanna. „Ég segi þetta tvímælalaust svikin loforð,“ segir Þorbjörg. Augljóst sé að allir þingmenn Framsóknarflokksins séu hæfir til að gegna ráðherradómi: „En mér finnst að áfram eigi að nota þau viðmið sem ég tel að hafi verið notuð í pólitík, það er að segja hverjir komi úr stærstu kjördæmunum, hverjir hafi flestu atkvæðin á bak við sig og annað slíkt. Ég get ekki dregið aðra ályktun en að fólk í Framsóknarflokknum leyfi sér að horfa fram hjá öllu slíku núna vegna þess að Siv er kona. Mér finnst að um brot á jafnrétti sé að ræða.“ Þorbjörg segir að brottvikning Sivjar fái konur sem vinni að jafnréttismálum til að huga að því hvort eina leiðin til jafnréttis sé sérstakt kvennaframboð til að jafna hlut kynjanna í pólitík. „Ef það er ekki hægt að breyta hlutum með öðrum hætti hljótum við að knýja á um að það verði settur kynjakvóti á framboðslistanna, inn á þing og í ríkisstjórn.“ Bryndís Bjarnason segir ólgu og hita vera í konum innan flokksins vegna hvarfs Sivjar úr ráðherrastóli. Hún segir Framsóknarkonur þó ekki á leið út úr flokknum, en sérframboð hafi verið rætt: „Það er ekkert launungarmál. Konur eru búnar að fá nóg. Við höfum ákveðið að efla okkur innan flokksins, en kvennaframboð kemur til greina ef ekkert gengur.“ Fréttir Innlent Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Fleiri fréttir Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Sjá meira
Ríkisstjórnin hefur svikið loforð um jöfnun á hlut kynjanna í stjórnmálum með brottvikningu Sivjar Friðleifsdóttur úr ráðherrastóli, að mati Þorbjargar Ingu Jónsdóttur, hæstaréttarlögmanns og formanns Kvenréttindafélags Íslands. Hún segir að áhugavert væri að skoða hvort rétt sé að fara með ákvörðun Framsóknarflokksins fyrir dómstóla. Bryndís Bjarnason, jafnréttisfulltrúi Framsóknarflokksins, segir kvennaframboð koma til greina haldi flokksforystan áfram að ganga fram hjá konum. Þorbjörg er undrandi og hneyksluð á brottvikningu Sivjar. Öll viðmið sem fylgt hafi verið við val á ráðherrum og þær reglur sem Framsóknarflokkurinn sjálfur hafi skapað sér séu brotin. Ríkisstjórnin standi ekki undir væntingum Kvenréttindafélags og annarra sem vinni að jafnrétti kynjanna. „Ég segi þetta tvímælalaust svikin loforð,“ segir Þorbjörg. Augljóst sé að allir þingmenn Framsóknarflokksins séu hæfir til að gegna ráðherradómi: „En mér finnst að áfram eigi að nota þau viðmið sem ég tel að hafi verið notuð í pólitík, það er að segja hverjir komi úr stærstu kjördæmunum, hverjir hafi flestu atkvæðin á bak við sig og annað slíkt. Ég get ekki dregið aðra ályktun en að fólk í Framsóknarflokknum leyfi sér að horfa fram hjá öllu slíku núna vegna þess að Siv er kona. Mér finnst að um brot á jafnrétti sé að ræða.“ Þorbjörg segir að brottvikning Sivjar fái konur sem vinni að jafnréttismálum til að huga að því hvort eina leiðin til jafnréttis sé sérstakt kvennaframboð til að jafna hlut kynjanna í pólitík. „Ef það er ekki hægt að breyta hlutum með öðrum hætti hljótum við að knýja á um að það verði settur kynjakvóti á framboðslistanna, inn á þing og í ríkisstjórn.“ Bryndís Bjarnason segir ólgu og hita vera í konum innan flokksins vegna hvarfs Sivjar úr ráðherrastóli. Hún segir Framsóknarkonur þó ekki á leið út úr flokknum, en sérframboð hafi verið rætt: „Það er ekkert launungarmál. Konur eru búnar að fá nóg. Við höfum ákveðið að efla okkur innan flokksins, en kvennaframboð kemur til greina ef ekkert gengur.“
Fréttir Innlent Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Fleiri fréttir Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Sjá meira