Sport

Carrick til Tottenham

Tottenham keypti í morgun Michael Carrick frá West Ham United. Carrick er 23 ára miðjumaður og hefur tvisvar spilað með enska landsliðinu. Hann lék rúmlega 150 leiki fyrir West Ham og verður þriðji West Ham leikmaðurinn sem gengur til liðs við Tottenham. Hann hittir fyrir félaga sína Freddie Kanoute og Jermaine Defoe.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×