Vonbrigði án smásala 20. ágúst 2004 00:01 "Það veldur mér miklum vonbrigðum ef smásalarnir vilja ekki taka þátt í þessu með okkur, nema með því móti að sjúklingarnir missi sína afslætti" sagði Jón Kristjánsson heilbrigðisráðherra um að apótekin séu farin að draga stórlega úr afsláttum á lyfjaverði til sjúklinga í kjölfar sparnaðaraðgerða ríkisins í lyfjamálum. Ráðherra bætti við að hann ætti erfitt með því að trúa því að "smásalan ætti enga aðra leið heldur en þá að velta þessu yfir á sjúklingana." Hann sagði að mikil magnaukning hefði verið í lyfjasölu á undanförnum árum. Smásalan væri mjög "stór pakki," álagningin væri tiltölulega rúm og apótek hér helmingi fleiri á hverja hundrað íbúa heldur en til dæmis í Danmörku. Heilbrigðisráðherra undirstrikaði að eins og fram hefði komið í skýrslu ríkisendurskoðunar væri lyfjaverð hér um 4 miljörðum hærra heldur en á Norðurlöndunum. Heilbrigðisyfirvöld hefðu brugðist við því eins og þeim bæri skylda til og náð góðu samstarfi við lyfjaheildsala um að taka verðið niður á tveimur árum, þannig að verðið yrði sambærilegt við meðalverð á Norðurlöndum. Samkomulag hefði verið gert um þá aðgerð í góðu samstarfi. "Þetta fer vitaskuld einnig yfir í smásöluna," sagði heilbrigðisráðherra. "Ég vonast svo sannarlega til þess að menn reyni allar leiðir í þessu máli, aðrar en að taka afslættina af sjúklingunum." Varðandi boðaðar endurbætur á rekstrarumhverfi apótekanna sagði ráðherra að verið væri að koma af stað nefnd sem hefði það verk með höndum að endurskoða lyfjalögin. "Það hefur mikið verið að gerast í lyfjamálum og það virðist góð samstaða um að útrýma þessum mikla verðmun sem er afar brýnt og mikið hagsmunamál fyrir alla, bæði skattgreiðendur og neytendur," sagði ráðherra og bætti við að nú væri lyfjaverðsnefnd komin á laggirnar aftur eftir lagabreytingu í sumar. Hún hefði verið styrkt í sessi og myndi væntanlega hafa samskipti við lyfjasmásalana. Þeir hefðu þó eftir sem áður aðgang að ráðherra heilbrigðismála, á sama hátt og verið hefði. Fréttir Innlent Mest lesið „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Fleiri fréttir „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Sjá meira
"Það veldur mér miklum vonbrigðum ef smásalarnir vilja ekki taka þátt í þessu með okkur, nema með því móti að sjúklingarnir missi sína afslætti" sagði Jón Kristjánsson heilbrigðisráðherra um að apótekin séu farin að draga stórlega úr afsláttum á lyfjaverði til sjúklinga í kjölfar sparnaðaraðgerða ríkisins í lyfjamálum. Ráðherra bætti við að hann ætti erfitt með því að trúa því að "smásalan ætti enga aðra leið heldur en þá að velta þessu yfir á sjúklingana." Hann sagði að mikil magnaukning hefði verið í lyfjasölu á undanförnum árum. Smásalan væri mjög "stór pakki," álagningin væri tiltölulega rúm og apótek hér helmingi fleiri á hverja hundrað íbúa heldur en til dæmis í Danmörku. Heilbrigðisráðherra undirstrikaði að eins og fram hefði komið í skýrslu ríkisendurskoðunar væri lyfjaverð hér um 4 miljörðum hærra heldur en á Norðurlöndunum. Heilbrigðisyfirvöld hefðu brugðist við því eins og þeim bæri skylda til og náð góðu samstarfi við lyfjaheildsala um að taka verðið niður á tveimur árum, þannig að verðið yrði sambærilegt við meðalverð á Norðurlöndum. Samkomulag hefði verið gert um þá aðgerð í góðu samstarfi. "Þetta fer vitaskuld einnig yfir í smásöluna," sagði heilbrigðisráðherra. "Ég vonast svo sannarlega til þess að menn reyni allar leiðir í þessu máli, aðrar en að taka afslættina af sjúklingunum." Varðandi boðaðar endurbætur á rekstrarumhverfi apótekanna sagði ráðherra að verið væri að koma af stað nefnd sem hefði það verk með höndum að endurskoða lyfjalögin. "Það hefur mikið verið að gerast í lyfjamálum og það virðist góð samstaða um að útrýma þessum mikla verðmun sem er afar brýnt og mikið hagsmunamál fyrir alla, bæði skattgreiðendur og neytendur," sagði ráðherra og bætti við að nú væri lyfjaverðsnefnd komin á laggirnar aftur eftir lagabreytingu í sumar. Hún hefði verið styrkt í sessi og myndi væntanlega hafa samskipti við lyfjasmásalana. Þeir hefðu þó eftir sem áður aðgang að ráðherra heilbrigðismála, á sama hátt og verið hefði.
Fréttir Innlent Mest lesið „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Fleiri fréttir „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Sjá meira