Menning

Hvernig verð ég símsmiður?

Símsmíði er kennd í Iðnskólanum í Reykjavík og er námið 82 einingar og skiptist á fjórar annir. Námið hefst með námi í grunndeild rafiðna í tvær annir og eru allmargir skólar víða um land sem bjóða það nám. Inntökuskilyrði í grunndeild rafiðna er grunnskólapróf. Að grunndeild lokinni þarf að gera tveggja ára námssamning við símsmíðameistara. Flestir þeir sem leggja út í símsmíðanám eru búnir að tryggja sér samning áður en þeir hefja námið. Nemendur á námssamningi ljúka verklegum hluta námsins á vinnustað en bóklegum hluta á tveimur önnum í Iðnskólanum í Reykjavík sem er eini skólinn sem kennir bóklega námið. Að loknu námi er tekið sveinspróf og fær sá sem stenst það rétt til þess að kalla sig símsmið. Nám í símsmíði hefst í grunndeild rafiðna sem er sameiginleg öllum rafiðngreinum og þar eru kenndar almennar greinar, svo sem íslenska, danska, enska og stærðfræði, faggreinar eins og efnisfræði, grunnteikning og rafmagnsfræði og verklegar faggreinar eins og málmsmíðar og mælingar. Grunndeild þarf að ljúka með lágmarkseinkunn til að hægt sé að hefja nám í símsmíði. Hið eiginlega nám í símsmíði tekur þá við, þ.e. fagnám og starfsþjálfun. Helstu námsgreinar eru fínsmíði, línufræði og símafræði. Námið tekur þrjú til fjögur ár og fer lengd námstímans eftir því hvernig námskeið og fagnám raðast saman. Námið er lánshæft meðan nemandi er ekki á launum. Möguleikar á framhaldsnámi eru til dæmis nám í meistaraskóla eða tækniskóla og einnig er hægt að bæta ofan á nám á tæknibraut til stúdentsprófs. Starf símsmiða er fjölbreytilegt. Símsmiðir leggja símastrengi frá inntakskassa og símalínur innanhúss fyrir símtæki og annan notendabúnað, svo sem mótöld, telextæki, faxtæki og tölvur. Þeir annast bilanagreiningu og viðgerðir á símastrengjum og línum. Þeir skipuleggja uppsetningu tengigrinda og prófa símalínur. Flestir símsmiðir starfa hjá símafyrirtækjum og eru flestir búnir að tryggja sér atvinnu áður en þeir leggja út í námið með því að gera samning með meistarann.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×