Fótboltaveisla hjá Snorra 15. júlí 2004 00:01 "Þetta verður fótboltaveisla í opinni dagskrá," segir sjónvarpsmaðurinn Snorri Már Skúlason en hann verður verkefnisstjóri yfir enska boltanum á Skjá einum í vetur og hefst handa við undirbúning í vikunni. "Ég kem til með að bera ábyrgð á því að koma enska boltanum sómasamlega til skila til áhorfenda Skjás eins. Það verða sex leikir sýndir í hverri viku og hugmyndin er að íslenskir þulir verði ráðnir til að lýsa stærstu leikjunum. Fyrstu helgina verða sýndir stórleikir milli Tottenham og Liverpool annars vegar og Chelsea og Manchester United hins vegar svo þetta fer allt saman kröftuglega af stað." Snorri Már stýrir svo eigin þætti í tengslum við enska boltann. "Þetta verða upphitunarþættir fyrir stórleikina sem eru sýndir á laugardögum. Ég fæ til mín gesti í stúdíó sem velta vöngum yfir komandi umferð en jafnframt verður litið á þetta fyrirbæri sem enska deildin er í víðu samhengi. Þetta á að vera skemmtilegt og vonandi pínulítið vitrænt líka." Að auki býður Skjár einn upp á erlenda upphitunarþætti og markaþætti á mánudögum. "Það má segja að enski boltinn sé að verða að trúarbrögðum um allan heim. Áhuginn og áhorfið er gífurlegt á þessa deild hvort sem er í Asíu, Evrópu eða vestanhafs. Ég geri mér grein fyrir ástríðunni sem er tengd þessu og veit því að hér verða menn að vanda sig," segir Snorri en hann hóf sjónvarpsferil sinn á ríkissjónvarpinu árið 1986. "Þá vann ég undir handleiðslu Friðriks Þórs Friðrikssonar í poppþætti þar sem Friðrik annaðist dagskrárgerð. Síðan hef ég verið í fréttatengdu efni á Stöð 2, var einn af umsjónarmönnum Dagsljós í Sjónvarpinu og séð um fótboltaþáttinn 4-4-2 á Sýn. Það má því segja að ég hafi bara átt að prófa Skjá einn og mér líst mjög vel á að reyna fyrir mér þar," segir Snorri Már. "Skjárinn er mun minni í sniði en Ríkissjónvarpið og Stöð 2 og því fylgja ótvíræðir kostir. Leiðslur í öllum ákvarðanaferlum eru til dæmis ekki eins langar og ég hef vanist og af þem litlu kynnum sem ég hef haft af Skjá einum hingað til finnst mér eins og það ríki bæði heimilisleg stemning og baráttuhugur sem er frábært að fá að taka þátt í." Útsendingar á enska boltanum hefjast um miðjan ágúst. Menning Mest lesið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Menning Fleiri fréttir Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu „Klárari, sætari og skemmtilegri með aldrinum“ Mömmupasta að hætti Lindu Ben Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Íbúð í Vesturbænum með mikinn karakter Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Kristján Einar leitar sér aðstoðar Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Nældi sér í einn umdeildan Sjá meira
"Þetta verður fótboltaveisla í opinni dagskrá," segir sjónvarpsmaðurinn Snorri Már Skúlason en hann verður verkefnisstjóri yfir enska boltanum á Skjá einum í vetur og hefst handa við undirbúning í vikunni. "Ég kem til með að bera ábyrgð á því að koma enska boltanum sómasamlega til skila til áhorfenda Skjás eins. Það verða sex leikir sýndir í hverri viku og hugmyndin er að íslenskir þulir verði ráðnir til að lýsa stærstu leikjunum. Fyrstu helgina verða sýndir stórleikir milli Tottenham og Liverpool annars vegar og Chelsea og Manchester United hins vegar svo þetta fer allt saman kröftuglega af stað." Snorri Már stýrir svo eigin þætti í tengslum við enska boltann. "Þetta verða upphitunarþættir fyrir stórleikina sem eru sýndir á laugardögum. Ég fæ til mín gesti í stúdíó sem velta vöngum yfir komandi umferð en jafnframt verður litið á þetta fyrirbæri sem enska deildin er í víðu samhengi. Þetta á að vera skemmtilegt og vonandi pínulítið vitrænt líka." Að auki býður Skjár einn upp á erlenda upphitunarþætti og markaþætti á mánudögum. "Það má segja að enski boltinn sé að verða að trúarbrögðum um allan heim. Áhuginn og áhorfið er gífurlegt á þessa deild hvort sem er í Asíu, Evrópu eða vestanhafs. Ég geri mér grein fyrir ástríðunni sem er tengd þessu og veit því að hér verða menn að vanda sig," segir Snorri en hann hóf sjónvarpsferil sinn á ríkissjónvarpinu árið 1986. "Þá vann ég undir handleiðslu Friðriks Þórs Friðrikssonar í poppþætti þar sem Friðrik annaðist dagskrárgerð. Síðan hef ég verið í fréttatengdu efni á Stöð 2, var einn af umsjónarmönnum Dagsljós í Sjónvarpinu og séð um fótboltaþáttinn 4-4-2 á Sýn. Það má því segja að ég hafi bara átt að prófa Skjá einn og mér líst mjög vel á að reyna fyrir mér þar," segir Snorri Már. "Skjárinn er mun minni í sniði en Ríkissjónvarpið og Stöð 2 og því fylgja ótvíræðir kostir. Leiðslur í öllum ákvarðanaferlum eru til dæmis ekki eins langar og ég hef vanist og af þem litlu kynnum sem ég hef haft af Skjá einum hingað til finnst mér eins og það ríki bæði heimilisleg stemning og baráttuhugur sem er frábært að fá að taka þátt í." Útsendingar á enska boltanum hefjast um miðjan ágúst.
Menning Mest lesið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Menning Fleiri fréttir Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu „Klárari, sætari og skemmtilegri með aldrinum“ Mömmupasta að hætti Lindu Ben Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Íbúð í Vesturbænum með mikinn karakter Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Kristján Einar leitar sér aðstoðar Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Nældi sér í einn umdeildan Sjá meira