Panta konur til að níðast á þeim 14. júlí 2004 00:01 Á Norðurlöndum hafa komið upp vandamál þar sem karlar "flytja inn" konur frá öðrum löndum að því er virðist gagngert til að beita þær ofbeldi. Þannig er þekkt að fjöldi kvenna þurfi að leita sér hjálpar vegna eins og sama ofbeldismannsins. "Við erum þátttakendur í Evrópuverkefni þar sem fram hefur komið að slík vandamál hafa komið upp á Norðurlöndunum. Þ.e. að sömu mennirnir flytji trekk í trekk inn konur og beiti þær ofbeldi og skili þeim svo jafnvel í kvennaathvarf áður en þeir fara og ná sér í nýja," segir Drífa Snædal, fræðslu- og framkvæmdastýra Samtaka um kvennaathvarf. Drífa segir ekki liggja fyrir könnun á þessum hlutum hér. "Reynslan sýnir okkur hins vegar að engin ástæða er til að ætla að hér sé ástandið annað en í öðrum löndum," bætir hún við og áréttar að vitanlega sé þarna ekki um að ræða nema eitthvað brotabrot tilfella. Tatjana Latinovic, sem sæti á í stjórn Félags kvenna af erlendum uppruna á Íslandi, segir mjög erfitt að tjá sig um óstaðfestar sögusagnir um menn sem kunna að stunda að "sækja sér" konur til að níðast á og sagðist ekki hafa heyrt sögur um slíkt frá útlendum konum. "Lagaumhverfið hér er hins vegar andsnúið konum sem lenda í ofbeldisfullum samböndum því þær eru háðar mönnum sínum lagalega," sagði Tatjana og vísaði til þess að erlendir borgarar fá ekki varanlegt dvalarleyfi fyrr en þeir hafa verið hér búsettir í þrjú ár. "Það þarf að refsa réttum aðila og fráheyrt að vísa konu úr landi fyrir að skilja við ofbeldisfullan eiginmann." Tatjana varar sérstaklega við því að upp sé dregin sú mynd af erlendum konum sem hér eiga í samböndum eða eru giftar Íslendingum, að þær séu upp til hópa möguleg fórnarlömb. "Þetta eru mjög meiðandi fordómar og kannski er þetta ekki síst meiðandi fyrir eiginmenn þessara kvenna, sem að ósekju fá á sig einhvern neikvæðan stimpil. Vitanlega eru flest hjónabönd útlendinga og íslensks fólks í góðu lagi." Tatjana sagðist vita að hærra hlutfall erlendra kvenna leitaði hjálpar Kvennaathvarfsins á ári hverju en almennt gerðist, en taldi að munurinn stafaði að hluta til af því að konurnar ættu ekki í önnur hús að venda. Drífa Snædal tekur í sama streng. "Þarna eru jafnvel á ferð konur sem ekki búa við að fjölskylda og vinir geti skotið yfir þær skjólshúsi," segir hún. Í ársskýrslu Kvennaathvarfsins fyrir árið 2003 kemur fram að erlendar konur komi í 75 prósentum tilfella vegna núverandi maka, en hlutallið hjá þeim íslensku sé 52 prósent. Fram kemur að oft sé það vinnuveitandi erlendu kvennanna sem hafi milligöngu um komu þeirra í Kvennaathvarf. Fréttir Innlent Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Fleiri fréttir Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Sjá meira
Á Norðurlöndum hafa komið upp vandamál þar sem karlar "flytja inn" konur frá öðrum löndum að því er virðist gagngert til að beita þær ofbeldi. Þannig er þekkt að fjöldi kvenna þurfi að leita sér hjálpar vegna eins og sama ofbeldismannsins. "Við erum þátttakendur í Evrópuverkefni þar sem fram hefur komið að slík vandamál hafa komið upp á Norðurlöndunum. Þ.e. að sömu mennirnir flytji trekk í trekk inn konur og beiti þær ofbeldi og skili þeim svo jafnvel í kvennaathvarf áður en þeir fara og ná sér í nýja," segir Drífa Snædal, fræðslu- og framkvæmdastýra Samtaka um kvennaathvarf. Drífa segir ekki liggja fyrir könnun á þessum hlutum hér. "Reynslan sýnir okkur hins vegar að engin ástæða er til að ætla að hér sé ástandið annað en í öðrum löndum," bætir hún við og áréttar að vitanlega sé þarna ekki um að ræða nema eitthvað brotabrot tilfella. Tatjana Latinovic, sem sæti á í stjórn Félags kvenna af erlendum uppruna á Íslandi, segir mjög erfitt að tjá sig um óstaðfestar sögusagnir um menn sem kunna að stunda að "sækja sér" konur til að níðast á og sagðist ekki hafa heyrt sögur um slíkt frá útlendum konum. "Lagaumhverfið hér er hins vegar andsnúið konum sem lenda í ofbeldisfullum samböndum því þær eru háðar mönnum sínum lagalega," sagði Tatjana og vísaði til þess að erlendir borgarar fá ekki varanlegt dvalarleyfi fyrr en þeir hafa verið hér búsettir í þrjú ár. "Það þarf að refsa réttum aðila og fráheyrt að vísa konu úr landi fyrir að skilja við ofbeldisfullan eiginmann." Tatjana varar sérstaklega við því að upp sé dregin sú mynd af erlendum konum sem hér eiga í samböndum eða eru giftar Íslendingum, að þær séu upp til hópa möguleg fórnarlömb. "Þetta eru mjög meiðandi fordómar og kannski er þetta ekki síst meiðandi fyrir eiginmenn þessara kvenna, sem að ósekju fá á sig einhvern neikvæðan stimpil. Vitanlega eru flest hjónabönd útlendinga og íslensks fólks í góðu lagi." Tatjana sagðist vita að hærra hlutfall erlendra kvenna leitaði hjálpar Kvennaathvarfsins á ári hverju en almennt gerðist, en taldi að munurinn stafaði að hluta til af því að konurnar ættu ekki í önnur hús að venda. Drífa Snædal tekur í sama streng. "Þarna eru jafnvel á ferð konur sem ekki búa við að fjölskylda og vinir geti skotið yfir þær skjólshúsi," segir hún. Í ársskýrslu Kvennaathvarfsins fyrir árið 2003 kemur fram að erlendar konur komi í 75 prósentum tilfella vegna núverandi maka, en hlutallið hjá þeim íslensku sé 52 prósent. Fram kemur að oft sé það vinnuveitandi erlendu kvennanna sem hafi milligöngu um komu þeirra í Kvennaathvarf.
Fréttir Innlent Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Fleiri fréttir Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Sjá meira