Baltasar bíður eftir svari 13. október 2005 14:24 "Það fara að koma stórtíðindi," segir leikstjórinn Baltasar Kormákur aðspurður um næsta leikstjórnarverkefni sitt, Little Trip to Heaven, en Baltasar bíður nú eftir svari frá leikkonu sem hann vonast til að fari með aðalhlutverk í kvikmyndinni. "Þetta er mjög heitt mál en ég get ekkert sagt um þetta á þessu stigi því það væri óvirðing við leikkonuna," segir Baltasar en játar þó að leikkonan sem umræðir sé bandarísk stórstjarna, kona sem allir þekkja." Tökur á Little Trip to Heaven eru nú alveg að fara af stað en áætlað er að hefjast handa í kringum 20. ágúst. Myndin verður tekin upp hér heima á Íslandi og að öllum líkindum einnig í Minnesota í Bandaríkjunum. Stórleikarinn Forest Whitaker hefur, sem kunnugt er, samþykkt að leika í kvikmyndinni sem fjallar um fólk sem stundar tryggingasvindl. Little Trip to Heaven er þriller í anda film noir en handritið er eftir Baltasar Kormák og Edward Weinman. "Við erum búin að ráða til okkar kvikmyndatökumann sem heitir Óttar Guðnason en hann er sá efnilegasti sem við Íslendingar eigum. Óttar hefur verið að taka upp efni út um allan heim, hefur unnið í stórum auglýsingum og verið aðaltökumaður kvikmyndaleikstjórans og tökumannsins Jan De Bont," segir Baltasar en Jan De Bont leikstýrði meðal annars kvikmyndinni Speed og sá um myndatöku í Lethal Weapon og Basic Instinct svo eitthvað sé nefnt. Það verða augljóslega engir aukvisar á ferð í Little Trip to Heaven. Sá sem sér um áhættuatriðin í kvikmyndinni kemur til dæmis einnig til með að sjá um áhættuatriðin fyrir Spielberg í næstu kvikmynd stórleikstjórans. Búið er að selja handritið að Little Trip to Heaven á topp prís til dreifingaraðila um alla Skandinavíu að sögn Baltasars. "Það er kominn mikill sprettur í verkefnið núna og það tekur yfir allan minn tíma," segir Baltasar en fyrirtæki hans Sögn, framleiðir myndina ásamt Sigurjóni Sighvatssyni. Menning Mest lesið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Menning Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf Fleiri fréttir Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu „Klárari, sætari og skemmtilegri með aldrinum“ Mömmupasta að hætti Lindu Ben Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Íbúð í Vesturbænum með mikinn karakter Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Kristján Einar leitar sér aðstoðar Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Nældi sér í einn umdeildan Er hægt að komast yfir framhjáhald? Sjá meira
"Það fara að koma stórtíðindi," segir leikstjórinn Baltasar Kormákur aðspurður um næsta leikstjórnarverkefni sitt, Little Trip to Heaven, en Baltasar bíður nú eftir svari frá leikkonu sem hann vonast til að fari með aðalhlutverk í kvikmyndinni. "Þetta er mjög heitt mál en ég get ekkert sagt um þetta á þessu stigi því það væri óvirðing við leikkonuna," segir Baltasar en játar þó að leikkonan sem umræðir sé bandarísk stórstjarna, kona sem allir þekkja." Tökur á Little Trip to Heaven eru nú alveg að fara af stað en áætlað er að hefjast handa í kringum 20. ágúst. Myndin verður tekin upp hér heima á Íslandi og að öllum líkindum einnig í Minnesota í Bandaríkjunum. Stórleikarinn Forest Whitaker hefur, sem kunnugt er, samþykkt að leika í kvikmyndinni sem fjallar um fólk sem stundar tryggingasvindl. Little Trip to Heaven er þriller í anda film noir en handritið er eftir Baltasar Kormák og Edward Weinman. "Við erum búin að ráða til okkar kvikmyndatökumann sem heitir Óttar Guðnason en hann er sá efnilegasti sem við Íslendingar eigum. Óttar hefur verið að taka upp efni út um allan heim, hefur unnið í stórum auglýsingum og verið aðaltökumaður kvikmyndaleikstjórans og tökumannsins Jan De Bont," segir Baltasar en Jan De Bont leikstýrði meðal annars kvikmyndinni Speed og sá um myndatöku í Lethal Weapon og Basic Instinct svo eitthvað sé nefnt. Það verða augljóslega engir aukvisar á ferð í Little Trip to Heaven. Sá sem sér um áhættuatriðin í kvikmyndinni kemur til dæmis einnig til með að sjá um áhættuatriðin fyrir Spielberg í næstu kvikmynd stórleikstjórans. Búið er að selja handritið að Little Trip to Heaven á topp prís til dreifingaraðila um alla Skandinavíu að sögn Baltasars. "Það er kominn mikill sprettur í verkefnið núna og það tekur yfir allan minn tíma," segir Baltasar en fyrirtæki hans Sögn, framleiðir myndina ásamt Sigurjóni Sighvatssyni.
Menning Mest lesið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Menning Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf Fleiri fréttir Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu „Klárari, sætari og skemmtilegri með aldrinum“ Mömmupasta að hætti Lindu Ben Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Íbúð í Vesturbænum með mikinn karakter Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Kristján Einar leitar sér aðstoðar Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Nældi sér í einn umdeildan Er hægt að komast yfir framhjáhald? Sjá meira