Innlent

Óvissa um framtíð Yukos

Mikil óvissa ríkir um framtíð Yukos, stærsta olíufyrirtækis Rússlands, en frestur til þess að greiða skattaskuldir frá árinu 2000 rann út í gær. Rússnesk yfirvöld hafa fryst nokkra reikninga fyrirtækisins sem geta haft bein áhrif á starfsemi Yukos á olíumarkaðnum. Stjórnvöld hafa ekki sýnt nein viðbrögð við tilboði Mikhail Khodorkovsky, stærsta hluthafanum í Yukos, en hann bauð þeim að taka sinn hlut, alls um 44 prósent af hlutafé félagsins til að greiða skuldina. Mikil óvissa ríkir um framtíð fyrirtækisins en fimmtungur allrar olíuframleiðslu í Rússlandi kemur frá Yukos og um 105 þúsund manns starfa hjá því.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×