33 ár frá dauða Morrisons 3. júlí 2004 00:01 Á þessum degi fyrir 33 árum fannst Jim Morrison látinn í baðkeri í París. Morrison var þá 27 ára og hafði á þeim tíma ákveðið að taka sér nokkra hvíld frá hljómsveit sinni The Doors. Dánarorsök var hjartabilun, líklega vegna ofneyslu áfengis og eiturlyfja, og sögusagnir fóru strax af stað um að söngvarinn hefði verið orðinn þreyttur á frægð sinni og því sett eigin dauða á svið. Það var þegar Jim var í námi í kvikmyndagerð við UCLA, sem hann kynntist hljómborðsleikaranum Ray Manzarek, sem stakk upp á því að þeir reyndu að semja tónlist við ljóð Jims. Saman stofnuðu þeir hljómsveitina The Doors ásamt gítarleikaranum Robbie Krieger og trommaranum John Densmore. Nafnið á hljómsveitinni kemur frá bók Aldous Huxley um ofskynjunarlyfið meskalín, The Doors of Perception, en nafnið á bókinni kemur úr ljóðlínu eftir William Blake. Hljómsveitin byrjaði að spila á litlum klúbbum í Los Angeles árið 1965 en leiðin lá smátt og smátt upp á við. Fyrsta platan, The Doors, náði toppi vinsældalistans vestanhafs árið 1967 ásamt smáskífunni Light My Fire og gengi næstu platna var ekki síðra. Jim var handtekinn í Miami vorið 1969 fyrir ósæmilega hegðun á sviði og leiddi það til langvinnra málaferla sem lauk með drjúgri fjársekt. Tónleikahaldarar urðu í framhaldi tregir til að fá hljómsveitina til að troða upp, þar sem þeir gátu aldrei vitað á hverju þeir áttu von. Á síðustu árum 7. áratugarins fór Jim að gefa út ljóðabækur og framleiddi stutta kvikmynd. Hann flutti svo til Parísar árið 1971 eftir að upptökum lauk á síðustu plötu The Doors, L.A. Woman. Fáir aðrir en kona hans og ónefndur franskur læknir sáu líflausan líkama hans, sem varð uppspretta margra sögusagna um að hann hefði ekki í raun látist. Menning Mest lesið Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Lífið Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Lífið Ein heitasta söngkona landsins á lausu Lífið „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Lífið Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Lífið Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Lífið Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Lífið Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Lífið Gaf eistum kærastans gælunafn Lífið Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Lífið Fleiri fréttir Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Ein heitasta söngkona landsins á lausu Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Gaf eistum kærastans gælunafn „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Sjá meira
Á þessum degi fyrir 33 árum fannst Jim Morrison látinn í baðkeri í París. Morrison var þá 27 ára og hafði á þeim tíma ákveðið að taka sér nokkra hvíld frá hljómsveit sinni The Doors. Dánarorsök var hjartabilun, líklega vegna ofneyslu áfengis og eiturlyfja, og sögusagnir fóru strax af stað um að söngvarinn hefði verið orðinn þreyttur á frægð sinni og því sett eigin dauða á svið. Það var þegar Jim var í námi í kvikmyndagerð við UCLA, sem hann kynntist hljómborðsleikaranum Ray Manzarek, sem stakk upp á því að þeir reyndu að semja tónlist við ljóð Jims. Saman stofnuðu þeir hljómsveitina The Doors ásamt gítarleikaranum Robbie Krieger og trommaranum John Densmore. Nafnið á hljómsveitinni kemur frá bók Aldous Huxley um ofskynjunarlyfið meskalín, The Doors of Perception, en nafnið á bókinni kemur úr ljóðlínu eftir William Blake. Hljómsveitin byrjaði að spila á litlum klúbbum í Los Angeles árið 1965 en leiðin lá smátt og smátt upp á við. Fyrsta platan, The Doors, náði toppi vinsældalistans vestanhafs árið 1967 ásamt smáskífunni Light My Fire og gengi næstu platna var ekki síðra. Jim var handtekinn í Miami vorið 1969 fyrir ósæmilega hegðun á sviði og leiddi það til langvinnra málaferla sem lauk með drjúgri fjársekt. Tónleikahaldarar urðu í framhaldi tregir til að fá hljómsveitina til að troða upp, þar sem þeir gátu aldrei vitað á hverju þeir áttu von. Á síðustu árum 7. áratugarins fór Jim að gefa út ljóðabækur og framleiddi stutta kvikmynd. Hann flutti svo til Parísar árið 1971 eftir að upptökum lauk á síðustu plötu The Doors, L.A. Woman. Fáir aðrir en kona hans og ónefndur franskur læknir sáu líflausan líkama hans, sem varð uppspretta margra sögusagna um að hann hefði ekki í raun látist.
Menning Mest lesið Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Lífið Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Lífið Ein heitasta söngkona landsins á lausu Lífið „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Lífið Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Lífið Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Lífið Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Lífið Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Lífið Gaf eistum kærastans gælunafn Lífið Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Lífið Fleiri fréttir Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Ein heitasta söngkona landsins á lausu Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Gaf eistum kærastans gælunafn „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Sjá meira