Innlent

Sundlaugarpartý á vegum öryrkja

Um hundrað manns komu í sundlaugarpartý í Hátúni í dag sem haldið var á vegum Sjálfsbjargar og Hins hússins. Gleðskapurinn er hluti af átaki sem nokkur ungmenni standa fyrir í sumar og er ætlað að bæta ímynd öryrkja. Unga fólkið sem stóð fyrir sundlaugarpartýinu í dag er allt öryrkjar á aldrinum 16-25 ára. Þau skipa einn af starfshópum Hins hússins í sumar sem starfa undir yfirskriftinni „Skapandi sumarstörf“ og er ætlun þeirra að breyta þeirri ímynd sem öryrkjar hafa hér á landi, en krökkunum finnst hún vera frekar neikvæð. Ætlunin er að sýna að þau eru lífsglöð og atorkusöm, ekkert síður en annað fólk á þeirra aldri. Boðið var upp á pylsur og gos og hljómsveitin Vinir Kela lék fyrir gesti og gangandi. Reyndar var ekkert vatn í lauginni í þessu sundlaugarteiti en þrátt fyrir það kom laugin sér vel við skemmtanahaldið. 



Fleiri fréttir

Sjá meira


×