Sport

Verið að vernda sterku liðin

Otto Baric, þjálfari Króata, sagði eftir jafnteflið gegn Frökkum í kvöld að hann teldi dómara keppninnar halla undir stóru liðin. Frakka jöfnuði leikinn á umdeildu marki þar sem Króatar vildu fá hendi dæmda á David Trezeguet. "Ég hef það tilfinningunni að dómararnir á þessu móti séu að vernda sterku liðin á kostnað þeirra veikari," sagði hundfúll Baric. Hann benti réttilega á að markið hjá David Trezeguet hefði verið kolólöglegt - boltinn hefði greinilega farið í hönd hans áður en hann skoraði og undir það tók leikmaður Króata Dado Prso: "Dómarinn var ekkert sérlega góður við okkur þegar Frakkarnir skoruðu annað markið og ótrúlegt að það það skyldi látið standa," sagði Prso sem skoraði glæsilegt mark í leiknum. Hann var einnig ósáttur með meðferðina á sínum mönnum í fyrsta leiknum gegn Svisslendingum en kom því ekki á framfæri fyrr en nú: "Meirihluti þessar fimm gulu spjalda sem við fengum í þeim leik voru ósanngjörn en nú verðum við bara að vinna Englendinga og miðað við hvað við sýndum í dag gegn Frökkum þá getum við það alveg," sagði Dado Prso, leikmaður Króatíu og Mónakó.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×