KB banki sýknaður 15. júní 2004 00:01 Kaupþing Búnaðarbanki var sýknaður í dag af kröfum fyrrverandi vaktmanns sem stefndi bankanum og krafðist fimm milljóna króna greiðslu vegna ólögmætrar brottvikningar úr starfi. Dómurinn féllst ekki á að maðurinn hefði verið að yrkja og leika leikrit þegar hann sást handleika trúnaðarskjöl fyrir framan eftirlitsmyndavélar. Vaktmaðurinn starfaði hjá Búnaðarbankanum en var sakaður af yfirmönnum sínum um að hafa lekið trúnaðarskýrslum úr bankanum og komið í hendur Norðurljósa. Í trúnaðarskjölunum kom fram að Fjölmiðlafélagið, sem meðal annars stóð að Skjá einum, hugði á yfirtöku Norðurljósa. Það hafði lagt á ráðin um að knýja fyrirtækið í gjaldþrot með aðstoð fyrirtækjasviðs Búnaðarbankans sem meðal annars hafði látið þeim í té númer og stöðu á lánum íslenska útvarpsfélagsins. Fjármálaeftirlitið úrskurðaði síðar að með þessu hefði bankinn brotið gegn þagnarskyldu og eðlilegum viðskiptaháttum. Búnaðarbankinn kærði stuld skýrslunnar til lögreglunnar og var vaktmaðurinn yfirheyrður af lögreglu í kjölfarið. Maðurinn sást margsinnis í eftirlitsmyndavélum bankans handleika trúnaðarskjal og skrifa eitthvað hjá sér á lítið minnisblað. Þá sást hann vefja dagblaði um skjalið og fara inn í lítið herbergi þar sem var ljósritunarvél. Maðurinn játaði að hafa skoðað skýrsluna við yfirheyrslu hjá lögreglu en dró síðan játninguna til baka. Lögreglan hætti rannsókninni og lét málið niður falla. Bankinn rak hins vegar starfsmanninn úr vinnunni. Hann neitaði að hafa skoðað óviðkomandi gögn í bankanum og komið þeim í hendur annarra. Hann gaf meðal annars þá skýringu á því að hafa skrifað hjá sér á minnisblað, eftir að hafa handleikið trúnaðarskjal, að hann hefði verið að skrifa ljóð fyrir dóttur sína. Þá sagðist hann hafa sett upp leikþátt fyrir eftirlitsmyndavélarnar vegna orðróms um að hann hefði lekið trúnaðarupplýsingum úr bankanum fyrr um sumarið. Hann hefði viljað þvinga yfirmenn til að ræða við sig svo hann gæti hreinsað sig af öllum grun. Maðurinn sagði bankann hafa skaðað orðspor sitt og valdið honum tjóni, auk þess sem erfitt hafi verið um vik að fá vinnu eftir að honum var vikið úr bankanum, og krafðist því greiðslu vinnulauna í sex mánuði og miskabóta. Dómurinn taldi fjarstæðukennt að maðurinn hefði verið að yrkja eða leika leikrit fyrir framan eftirlitsmyndavélarnar. Hann taldi ljóst að maðurinn hefði farið út fyrir verksvið sitt og rofið trúnað við yfirboðara sína. Bankinn var því sýknaður af kröfum mannsins. Fréttir Innlent Mest lesið Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Fleiri fréttir Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Sjá meira
Kaupþing Búnaðarbanki var sýknaður í dag af kröfum fyrrverandi vaktmanns sem stefndi bankanum og krafðist fimm milljóna króna greiðslu vegna ólögmætrar brottvikningar úr starfi. Dómurinn féllst ekki á að maðurinn hefði verið að yrkja og leika leikrit þegar hann sást handleika trúnaðarskjöl fyrir framan eftirlitsmyndavélar. Vaktmaðurinn starfaði hjá Búnaðarbankanum en var sakaður af yfirmönnum sínum um að hafa lekið trúnaðarskýrslum úr bankanum og komið í hendur Norðurljósa. Í trúnaðarskjölunum kom fram að Fjölmiðlafélagið, sem meðal annars stóð að Skjá einum, hugði á yfirtöku Norðurljósa. Það hafði lagt á ráðin um að knýja fyrirtækið í gjaldþrot með aðstoð fyrirtækjasviðs Búnaðarbankans sem meðal annars hafði látið þeim í té númer og stöðu á lánum íslenska útvarpsfélagsins. Fjármálaeftirlitið úrskurðaði síðar að með þessu hefði bankinn brotið gegn þagnarskyldu og eðlilegum viðskiptaháttum. Búnaðarbankinn kærði stuld skýrslunnar til lögreglunnar og var vaktmaðurinn yfirheyrður af lögreglu í kjölfarið. Maðurinn sást margsinnis í eftirlitsmyndavélum bankans handleika trúnaðarskjal og skrifa eitthvað hjá sér á lítið minnisblað. Þá sást hann vefja dagblaði um skjalið og fara inn í lítið herbergi þar sem var ljósritunarvél. Maðurinn játaði að hafa skoðað skýrsluna við yfirheyrslu hjá lögreglu en dró síðan játninguna til baka. Lögreglan hætti rannsókninni og lét málið niður falla. Bankinn rak hins vegar starfsmanninn úr vinnunni. Hann neitaði að hafa skoðað óviðkomandi gögn í bankanum og komið þeim í hendur annarra. Hann gaf meðal annars þá skýringu á því að hafa skrifað hjá sér á minnisblað, eftir að hafa handleikið trúnaðarskjal, að hann hefði verið að skrifa ljóð fyrir dóttur sína. Þá sagðist hann hafa sett upp leikþátt fyrir eftirlitsmyndavélarnar vegna orðróms um að hann hefði lekið trúnaðarupplýsingum úr bankanum fyrr um sumarið. Hann hefði viljað þvinga yfirmenn til að ræða við sig svo hann gæti hreinsað sig af öllum grun. Maðurinn sagði bankann hafa skaðað orðspor sitt og valdið honum tjóni, auk þess sem erfitt hafi verið um vik að fá vinnu eftir að honum var vikið úr bankanum, og krafðist því greiðslu vinnulauna í sex mánuði og miskabóta. Dómurinn taldi fjarstæðukennt að maðurinn hefði verið að yrkja eða leika leikrit fyrir framan eftirlitsmyndavélarnar. Hann taldi ljóst að maðurinn hefði farið út fyrir verksvið sitt og rofið trúnað við yfirboðara sína. Bankinn var því sýknaður af kröfum mannsins.
Fréttir Innlent Mest lesið Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Fleiri fréttir Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Sjá meira