Innlent

Andstaðan með eigið frumvarp

Frjálslyndi flokkurinn, Samfylkingin og Vinstri grænir ætla að leggja fram sameiginlega frumvarp um þjóðaratkvæðagreiðslu þegar Alþingi kemur saman í júlí. Ögmundur Jónasson þingflokksformaður Vinstri grænna segir að afstaða stjórnarandstöðunnar sé að allir flokkar eigi að koma sameiginlega að því hvernig þjóðaratkvæðagreiðslunni skuli háttað. "Út á það gekk tillaga sem við bárum fram á fundi með ríkisstjórninni og frægt er hvernig honum lauk. Tilboð okkar stendur enn, en ef viðbrögðin verða ekki önnur er einsýnt að stjórnarandstaðan mun leggja fram sínar tillögur á þingi í sumar." Ögmundur segir að stjórnarandstaðan sé algjörlega samstíga í þessu máli og ekki komi til greina af .þeirra hálfu að krefjast aukins meirihluta eða lágmarkskosningaþátttöku.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×