Franskt drama af bestu gerð 15. júní 2004 00:01 Zinedine Zidane skoraði tvö mörk þegar komið var fram yfir venjulegan leiktíma og tryggði Frökkum sigur, 2–1, á Englendingum. EM í fótbolta Franska landsliðið sýndi í gærkvöldi hvers þeir eru megnugir þegar þeir sneru töpuðum leik gegn Englendingum í unninn í uppbótartíma. Frank Lampard kom Englendingum yfir með skalla á 38. mínútu og þrátt fyrir að David Beckham léti Fabien Barthez, markvörð Frakka, verja frá sér vítaspyrnu á 73. mínútu, virtist fátt benda til þess að Frakkar næðu að skora og jafna leikinn. Allt þar til ein mínúta var kominn yfir venjulegan leiktíma. Þá braut framherjinn Emile Heskey á Zinedine Zidane rétt utan teigs og Zidane lét sig ekki muna um að skora beint úr aukaspyrnunni, óverjandi fyrir David James, markvörð Englendinga. Tveimur mínútum síðar átti Steven Gerrard, miðjumaður Englendinga, síðan skelfilega sendingu aftur á David James, Thierry Henry komst inn í sendinguna og var felldur af James. Markus Merk, hinn geðþekki þýski tannlæknir, dæmdi umsvifalaust víti og úr því skoraði Zidane sigurmark leiksins. Nokkrum sekúndum síðar var flautað af – við höfum sennilega orðið vitni af bestu endurkomu allra tíma í knattspyrnusögunni. Frakkar voru allan tímann mun meira með boltann en Englendingar börðust hetjulega og gáfu engin færi á sér. Það er varla hægt að segja að Frakkar hafi fengið færi í leiknum en það var mikið reiðarslag fyrir þá þegar Frank Lampard skallaði aukaspyrnu Davids Beckham í netið á 38. mínútu, þvert gegn gangi leiksins. Frakkar sóttu áfram fram að hálfleik en komust lítið áleiðis gegn sterkri vörn Englendinga með Ledley King sem besta mann. Í síðari hálfleik hélt sama mynstur áfram því Frakkar voru meira með boltann en Englendingar beittu hættulegum skyndisóknum. Úr einni þeirra náði Wayne Rooney að krækja í vítaspyrnu. Hann stakk varnarmenn Frakka af og gat Mikael Silvestre ekki gert annað en að brjóta á honum. Eins og áður sagði tókst Beckham ekki að skora úr vítaspyrnunni, Fabien Barthez, markvörður Frakka, stökk eins og köttur í hornið og varði glæsilega. Lokakaflanum er svo lýst hér að framan – franskt drama af bestu gerð. David Beckham, fyrirliði Englendinga, viðurkenndi eftir leikinn að vítaspyrnan sem hann brenndi af hefði verið vendipunkturinn í leiknum. „Ef ég hefði skorað úr vítaspyrnunni hefðum við unnið leikinn. Ég viðurkenni það. Vítaspyrnan var ágæt en þetta var vel varið hjá Barthez. Við áttum ekki skilið að tapa leiknum því við vorum betri aðilinn nánast allan leikinn.“ Zinedine Zidane, hetja Frakka, þakkaði Fabien Barthez fyrir sigurinn. „Fabien gaf okkur vonina með því að verja vítið og hélt okkur inni í leiknum,“ sagði Zidane. Íslenski boltinn Mest lesið Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Fótbolti Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Þjálfari Sverris rekinn eftir tvo leiki Sport Burrow leggst undir hnífinn og verður lengi frá Sport „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Meistaradeildin hefst, Lokasóknin og VARsjáin Sport Bellingham batnaði hraðar en búist var við Fótbolti Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Íslenski boltinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Íslenski boltinn Fleiri fréttir Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Dagskráin í dag: Meistaradeildin hefst, Lokasóknin og VARsjáin Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Burrow leggst undir hnífinn og verður lengi frá Þjálfari Sverris rekinn eftir tvo leiki Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Hundfúll út í Refina Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Sló heimsmetið í fjórtánda sinn „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Krísa í Kansas Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Vann maraþonið með 0,003 sekúndna mun Leik hætt eftir að leikmaður hné niður Beit andstæðing á HM „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjáðu mörkin úr mettapi KR Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjá meira
Zinedine Zidane skoraði tvö mörk þegar komið var fram yfir venjulegan leiktíma og tryggði Frökkum sigur, 2–1, á Englendingum. EM í fótbolta Franska landsliðið sýndi í gærkvöldi hvers þeir eru megnugir þegar þeir sneru töpuðum leik gegn Englendingum í unninn í uppbótartíma. Frank Lampard kom Englendingum yfir með skalla á 38. mínútu og þrátt fyrir að David Beckham léti Fabien Barthez, markvörð Frakka, verja frá sér vítaspyrnu á 73. mínútu, virtist fátt benda til þess að Frakkar næðu að skora og jafna leikinn. Allt þar til ein mínúta var kominn yfir venjulegan leiktíma. Þá braut framherjinn Emile Heskey á Zinedine Zidane rétt utan teigs og Zidane lét sig ekki muna um að skora beint úr aukaspyrnunni, óverjandi fyrir David James, markvörð Englendinga. Tveimur mínútum síðar átti Steven Gerrard, miðjumaður Englendinga, síðan skelfilega sendingu aftur á David James, Thierry Henry komst inn í sendinguna og var felldur af James. Markus Merk, hinn geðþekki þýski tannlæknir, dæmdi umsvifalaust víti og úr því skoraði Zidane sigurmark leiksins. Nokkrum sekúndum síðar var flautað af – við höfum sennilega orðið vitni af bestu endurkomu allra tíma í knattspyrnusögunni. Frakkar voru allan tímann mun meira með boltann en Englendingar börðust hetjulega og gáfu engin færi á sér. Það er varla hægt að segja að Frakkar hafi fengið færi í leiknum en það var mikið reiðarslag fyrir þá þegar Frank Lampard skallaði aukaspyrnu Davids Beckham í netið á 38. mínútu, þvert gegn gangi leiksins. Frakkar sóttu áfram fram að hálfleik en komust lítið áleiðis gegn sterkri vörn Englendinga með Ledley King sem besta mann. Í síðari hálfleik hélt sama mynstur áfram því Frakkar voru meira með boltann en Englendingar beittu hættulegum skyndisóknum. Úr einni þeirra náði Wayne Rooney að krækja í vítaspyrnu. Hann stakk varnarmenn Frakka af og gat Mikael Silvestre ekki gert annað en að brjóta á honum. Eins og áður sagði tókst Beckham ekki að skora úr vítaspyrnunni, Fabien Barthez, markvörður Frakka, stökk eins og köttur í hornið og varði glæsilega. Lokakaflanum er svo lýst hér að framan – franskt drama af bestu gerð. David Beckham, fyrirliði Englendinga, viðurkenndi eftir leikinn að vítaspyrnan sem hann brenndi af hefði verið vendipunkturinn í leiknum. „Ef ég hefði skorað úr vítaspyrnunni hefðum við unnið leikinn. Ég viðurkenni það. Vítaspyrnan var ágæt en þetta var vel varið hjá Barthez. Við áttum ekki skilið að tapa leiknum því við vorum betri aðilinn nánast allan leikinn.“ Zinedine Zidane, hetja Frakka, þakkaði Fabien Barthez fyrir sigurinn. „Fabien gaf okkur vonina með því að verja vítið og hélt okkur inni í leiknum,“ sagði Zidane.
Íslenski boltinn Mest lesið Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Fótbolti Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Þjálfari Sverris rekinn eftir tvo leiki Sport Burrow leggst undir hnífinn og verður lengi frá Sport „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Meistaradeildin hefst, Lokasóknin og VARsjáin Sport Bellingham batnaði hraðar en búist var við Fótbolti Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Íslenski boltinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Íslenski boltinn Fleiri fréttir Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Dagskráin í dag: Meistaradeildin hefst, Lokasóknin og VARsjáin Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Burrow leggst undir hnífinn og verður lengi frá Þjálfari Sverris rekinn eftir tvo leiki Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Hundfúll út í Refina Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Sló heimsmetið í fjórtánda sinn „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Krísa í Kansas Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Vann maraþonið með 0,003 sekúndna mun Leik hætt eftir að leikmaður hné niður Beit andstæðing á HM „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjáðu mörkin úr mettapi KR Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjá meira