Sport

Áfall fyrir Hollendinga

Hollendingar urðu fyrir miklu áfalli í gær þegar markvörðurinn Edwin van der Sar meiddist á fingri á æfingu. Meiðslin eru það alvarleg að óvíst er hvort hann geti spilað gegn Þjóðverjum á þriðjudag. Það er einnig að frétta af hollenska landsliðinu að Clarence Seedorf er orðinn heill heilsu á ný og æfði með liðinu í gær. Það breytir litlu um fyrirætlanir landsliðsþjálfarans, Dicks Advocaat, sem hefur þegar sagt að ungstirnið Rafael Van der Vaart frá Ajax muni byrja leikinn í stað Seedorfs. Það er aftur á móti óvíst hver leikur á vinstri kantinum en þar þarf Advocaat að velja á milli Arjen Robben, sem er á leið til Chelsea, og Andy van der Meyde, leikmanns Inter á Ítalíu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×