Fórnarlamb eigin velgengni 14. júní 2004 00:01 Flest mál sem Mannréttindadómstóll Evrópu tekur upp enda með því að ríki eru talin brotleg við ákvæði Mannréttindasáttmála Evrópu. Af þeim sökum leitast ríki gjarnan til að enda mál með sáttargjörð, áður en til dómsuppkvaðningar kemur. Björg Thorarensen, prófessor við lagadeild Háskóla Íslands, telur málafjölda héðan mjög áþekkan því sem gerist í öðrum löndum, sé miðað við mannfjölda. "Kærufjöldinn er svipaður og gerist og gengur meðal ríkjanna sem lengst hafa átt aðild að Mannréttindasáttmála Evrópu," segir Björg, en bætir við að Mannréttindadómstóllinn eigi í mjög miklum vandræðum vegna síaukins málafjölda og lengdum málsmeðferðartíma sem af honum leiðir. Breytingar í vændum "Segja má að dómurinn sé fórnarlamb eigin velgengni. Bæði hafa bæst við aðildarríki og svo er það vitneskjan um að menn nái árangri með því að kæra til dómsins," segir Björg og bætir við að árlega berist dómnum um 38 þúsund mál sem öll þurfi einhverja afgreiðslu. "Raunar er stærsti hluti mála ekki talinn tækur til efnismeðferðar, en ef mál komast í skoðun eru líkindi fyrir því að endanlega verði talið um brot að ræða." Björg segir um 90 prósentum mála vísað frá á frumstigi, en í um 90 prósentum af þeim sem komist áfram komist dómurinn að því að um brot hafi verið að ræða. Þá segir Björg að dómstóllinn hafi reynt að auka lyktir mála með sáttum, auk þess sem fyrir dyrum standi breytingar á Mannréttindasáttmála Evrópu sem miði að því að fækka málum. "Samþykktur hefur verið 14. viðauki við Mannréttindasáttmálann sem kveður meðal annars á um að minniháttar mál sem ekki varði meiriháttar hagsmuni kærenda verði ekki tekin til meðferðar. Þetta varð svolítið umdeilt, enda um stefnubreytingu að ræða." Björg sagði þó erfitt að átta sig á hvort einhver af þeim málum sem dómstóllinn hefur þegar fjallað um héðan, myndu ekki sleppa í gegn eftir breytingarnar. "Það er umdeilt hvaða mælistiku dómstóllinn á eftir að leggja á mál í framhaldinu," sagði Björg og bætti við að ætla megi að 14. viðaukinn taki í fyrsta lagi gildi eftir um tvö ár. Ein afleiðingin taldi Björg þó að gæti verið að færri dómar um framkvæmdaatriði sem ekki varði mikla hagsmuni kærenda kæmu frá Mannréttindadómstólnum. Ráðherraráð ESB fylgir málum eftir Björg segir að síðustu ár sé alla jafna ekki verið að fást við grundvallaratriði löggjafar og réttarfars í málum sem héðan koma, ólíkt því sem var í fyrstu málunum sem dómurinn tók fyrir. "Til dæmis dómarnir tveir á síðasta ári sem vörðuðu beitingu réttarfarslaga og kölluðu ekki á sérstakar lagabreytingar. Og þessi dómur Hildu Hafsteinsdóttur [sem féll á þriðjudag] fjallar meira um tæknilegt atriði, því ekki voru nægilega birtar vinnureglur lögreglunnar frá árinu 1988," segir hún. Í sumum öðrum tilvikum hafa inngrip og dómar Mannréttindadómstólsins valdið stórkostlegum breytingum á réttarfari hér á landi. Eitt fyrsta málið sem fór fyrir Mannréttindadómstólinn varð til að mynda til þess að skerpt var á þrískiptingu valdsins hér á landi. Hér til hliðar má sjá upptalningu þeirra mála sem fengið hafa umfjöllun Mannréttindadómstóls Evrópu í Strassborg, málalyktir og möguleg áhrif á réttarfar. Ríkinu er skylt að fylgja dómum Mannréttindadómstólsins eftir, en eftir að mál eru afgreidd og dómar falla þá fær ráðherranefnd Evrópuráðsins þá til fullnustu og fylgist grannt með því hvernig ríki framfylgja skyldum sínum. Björg Thorarensen segir að ráðherranefndin sendi fyrirspurnir eftir ákveðinn tíma til að sjá hvort ríki hafi greitt málskostnað, skaðabætur og annað slíkt. "Ég er ekki alveg búin að átta mig á hvort þessi síðasti dómur kalli á lagabreytingar eða hvort lögreglulögin nýju taki nægilega á þessu, en það skoðar dómsmálaráðuneytið væntanlega í framhaldinu og svarar fyrirspurnum ráðherranefndarinnar þar að lútandi." Fréttir Innlent Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Selenskí mun funda með Trump Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fleiri fréttir Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Sjá meira
Flest mál sem Mannréttindadómstóll Evrópu tekur upp enda með því að ríki eru talin brotleg við ákvæði Mannréttindasáttmála Evrópu. Af þeim sökum leitast ríki gjarnan til að enda mál með sáttargjörð, áður en til dómsuppkvaðningar kemur. Björg Thorarensen, prófessor við lagadeild Háskóla Íslands, telur málafjölda héðan mjög áþekkan því sem gerist í öðrum löndum, sé miðað við mannfjölda. "Kærufjöldinn er svipaður og gerist og gengur meðal ríkjanna sem lengst hafa átt aðild að Mannréttindasáttmála Evrópu," segir Björg, en bætir við að Mannréttindadómstóllinn eigi í mjög miklum vandræðum vegna síaukins málafjölda og lengdum málsmeðferðartíma sem af honum leiðir. Breytingar í vændum "Segja má að dómurinn sé fórnarlamb eigin velgengni. Bæði hafa bæst við aðildarríki og svo er það vitneskjan um að menn nái árangri með því að kæra til dómsins," segir Björg og bætir við að árlega berist dómnum um 38 þúsund mál sem öll þurfi einhverja afgreiðslu. "Raunar er stærsti hluti mála ekki talinn tækur til efnismeðferðar, en ef mál komast í skoðun eru líkindi fyrir því að endanlega verði talið um brot að ræða." Björg segir um 90 prósentum mála vísað frá á frumstigi, en í um 90 prósentum af þeim sem komist áfram komist dómurinn að því að um brot hafi verið að ræða. Þá segir Björg að dómstóllinn hafi reynt að auka lyktir mála með sáttum, auk þess sem fyrir dyrum standi breytingar á Mannréttindasáttmála Evrópu sem miði að því að fækka málum. "Samþykktur hefur verið 14. viðauki við Mannréttindasáttmálann sem kveður meðal annars á um að minniháttar mál sem ekki varði meiriháttar hagsmuni kærenda verði ekki tekin til meðferðar. Þetta varð svolítið umdeilt, enda um stefnubreytingu að ræða." Björg sagði þó erfitt að átta sig á hvort einhver af þeim málum sem dómstóllinn hefur þegar fjallað um héðan, myndu ekki sleppa í gegn eftir breytingarnar. "Það er umdeilt hvaða mælistiku dómstóllinn á eftir að leggja á mál í framhaldinu," sagði Björg og bætti við að ætla megi að 14. viðaukinn taki í fyrsta lagi gildi eftir um tvö ár. Ein afleiðingin taldi Björg þó að gæti verið að færri dómar um framkvæmdaatriði sem ekki varði mikla hagsmuni kærenda kæmu frá Mannréttindadómstólnum. Ráðherraráð ESB fylgir málum eftir Björg segir að síðustu ár sé alla jafna ekki verið að fást við grundvallaratriði löggjafar og réttarfars í málum sem héðan koma, ólíkt því sem var í fyrstu málunum sem dómurinn tók fyrir. "Til dæmis dómarnir tveir á síðasta ári sem vörðuðu beitingu réttarfarslaga og kölluðu ekki á sérstakar lagabreytingar. Og þessi dómur Hildu Hafsteinsdóttur [sem féll á þriðjudag] fjallar meira um tæknilegt atriði, því ekki voru nægilega birtar vinnureglur lögreglunnar frá árinu 1988," segir hún. Í sumum öðrum tilvikum hafa inngrip og dómar Mannréttindadómstólsins valdið stórkostlegum breytingum á réttarfari hér á landi. Eitt fyrsta málið sem fór fyrir Mannréttindadómstólinn varð til að mynda til þess að skerpt var á þrískiptingu valdsins hér á landi. Hér til hliðar má sjá upptalningu þeirra mála sem fengið hafa umfjöllun Mannréttindadómstóls Evrópu í Strassborg, málalyktir og möguleg áhrif á réttarfar. Ríkinu er skylt að fylgja dómum Mannréttindadómstólsins eftir, en eftir að mál eru afgreidd og dómar falla þá fær ráðherranefnd Evrópuráðsins þá til fullnustu og fylgist grannt með því hvernig ríki framfylgja skyldum sínum. Björg Thorarensen segir að ráðherranefndin sendi fyrirspurnir eftir ákveðinn tíma til að sjá hvort ríki hafi greitt málskostnað, skaðabætur og annað slíkt. "Ég er ekki alveg búin að átta mig á hvort þessi síðasti dómur kalli á lagabreytingar eða hvort lögreglulögin nýju taki nægilega á þessu, en það skoðar dómsmálaráðuneytið væntanlega í framhaldinu og svarar fyrirspurnum ráðherranefndarinnar þar að lútandi."
Fréttir Innlent Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Selenskí mun funda með Trump Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fleiri fréttir Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Sjá meira