Erlent

Hryðjuverkum fer fjölgandi

Bandarísk stjórnvöld eru að tapa stríðinu sem þau hófu árið 2001 gegn hryðjuverkum í heiminum en tölur fyrir árið 2003 sýna mikla aukningu hryðjuverka hvarvetna. Hefur bandaríska utanríkisráðuneytið dregið til baka skýrslu sem sýndi hið gagnstæða eftir að í ljós kom að hún var full af staðleysum og beinlínis röng í sumum atriðum. Sem dæmi sýndi skýrslan eingöngu tölur um hryðjuverk fram að nóvember 2003 og því vantaði tölfræði tveggja mánaða á árinu. Er þetta olía á eld þeirra sem gagnrýnt hafa George Bush, forseta Bandaríkjanna, en hann hefur ítrekað lýst yfir að vel gangi í baráttunni. Colin Powell, utanríkisráðherra landsins, segir það alvarlegt að umrædd skýrsla hafi verið röng og langur vegur sé frá því að stríðið sé að vinnast. "Forsetinn hefur gefið það skýrt í ljós að baráttan heldur áfram og ljóst er að við verðum enn frekar að spýta í lófana."



Fleiri fréttir

Sjá meira


×