Sport

Lokafrestur Guðjóns að renna út

Í dag rennur út sá frestur sem Keflvíkingar gáfu Guðjóni Þórðarsyni til þess að svara tilboði um að taka að sér þjálfun félagsins. Fresturinn átti að renna út í gær en Guðjón fékk sólarhringsfrest. Að sögn Rúnars Arnarssonar, formanns knattspyrnudeildar Keflavíkur, er það klárt af sinni hálfu að ekki verður um frekari frestun að ræða - Guðjón verði að gefa svar, af eða á, í dag.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×