Ólgan í Írak heldur áfram 17. september 2004 00:01 Það er útilokað að halda frjálsar kosningar í Írak að óbreyttu, segir Colin Powell. Skálmöldin í landinu fer versnandi, mannfall eykst og ringulreiðin líka. Fleiri en tvö hundruð Írakar hafa fallið í sprengjuregni og hryðjuverkaárásum undanfarna sólarhringa, þar af á sjötta tug í dag. Sjálfsmorðsárásir, hryðjuverk og gríðarlegt mannfall eru nánast orðin daglegir viðburðir í Írak. Í morgun ók hryðjuverkamaður upp að lögreglubílum sem komið hafði verið fyrir á götu í Haifa-götu í Bagdad til að stöðva þar umferð. Bíllinn var sprengdur skammt frá, átta lögreglumenn féllu og um það bil 30 slösuðust, flestir lögreglumenn. Fyrr í morgun lék allt á reiðiskjálfi í borginni Fallujah, þar sem allt tal um friðarsamkomulag og öryggiseftirlit írakskra sveita hljómar sem tómt hjal. Bandaríkjaher lét sprengjum rigna yfir meinta felustaði Al-Qaeda liða í borginni. 44 lágu í valnum og á þriðja tug var sár. 17 börn og konur voru meðal særðra. Fátt bendir til þess að breyting verði á þessu ástandi í Írak. Varnarmálaráðuneytið í Washington viðurkennir að ástandið hafi í raun versnað upp á síðkastið, mannfall hefur aukist mjög og árásum uppreisnarmanna og hryðjuverkamanna hefur fjölgað. Skýrsla sem unnin var fyrir Hvíta húsið í sumar bendir ennfremur til þess að þar geri menn sér ekki vonir um grundvallarbreytingar. Þar segir að í besta falli megi gera ráð fyrir viðkvæmum stöðugleika, og í versta falli séu líkur á borgarastyrjöld. Jafnframt koma þar fram verulegar efasemdir hægt verði að koma skikkan á gang mála í tæka tíð fyrir lýðræðislegar kosningar í landinu. Colin Powell, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, viðurkenndi í dag að ógerlegt gæti reynst að halda kosningarnar að öllu óbreyttu, eins og fulltrúar Sameinuðu Þjóðanna hafa haldið fram. Hann sagði jafnframt að ná yrði á ný svæðum, sem uppreisnarmenn hefðu á sínu valdi. Til að bæta gráu ofan á svart segir Reuters-fréttastofan að í væntanlegri skýrslu yfirmanns vopnaeftirlits Bandaríkjanna í Írak komi fram, að engin eiturefna- eða sýklavopn hafi fundist í landinu. Erlent Fréttir Mest lesið Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Erlent Ráðuneytisstjóri bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ í kjölfar viðtals Innlent Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Innlent „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Innlent Óbreytt ástand kemur ekki til greina Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Innlent Fimm keyptu gám sem er ekki til Innlent Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Innlent Fleiri fréttir Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Sjá meira
Það er útilokað að halda frjálsar kosningar í Írak að óbreyttu, segir Colin Powell. Skálmöldin í landinu fer versnandi, mannfall eykst og ringulreiðin líka. Fleiri en tvö hundruð Írakar hafa fallið í sprengjuregni og hryðjuverkaárásum undanfarna sólarhringa, þar af á sjötta tug í dag. Sjálfsmorðsárásir, hryðjuverk og gríðarlegt mannfall eru nánast orðin daglegir viðburðir í Írak. Í morgun ók hryðjuverkamaður upp að lögreglubílum sem komið hafði verið fyrir á götu í Haifa-götu í Bagdad til að stöðva þar umferð. Bíllinn var sprengdur skammt frá, átta lögreglumenn féllu og um það bil 30 slösuðust, flestir lögreglumenn. Fyrr í morgun lék allt á reiðiskjálfi í borginni Fallujah, þar sem allt tal um friðarsamkomulag og öryggiseftirlit írakskra sveita hljómar sem tómt hjal. Bandaríkjaher lét sprengjum rigna yfir meinta felustaði Al-Qaeda liða í borginni. 44 lágu í valnum og á þriðja tug var sár. 17 börn og konur voru meðal særðra. Fátt bendir til þess að breyting verði á þessu ástandi í Írak. Varnarmálaráðuneytið í Washington viðurkennir að ástandið hafi í raun versnað upp á síðkastið, mannfall hefur aukist mjög og árásum uppreisnarmanna og hryðjuverkamanna hefur fjölgað. Skýrsla sem unnin var fyrir Hvíta húsið í sumar bendir ennfremur til þess að þar geri menn sér ekki vonir um grundvallarbreytingar. Þar segir að í besta falli megi gera ráð fyrir viðkvæmum stöðugleika, og í versta falli séu líkur á borgarastyrjöld. Jafnframt koma þar fram verulegar efasemdir hægt verði að koma skikkan á gang mála í tæka tíð fyrir lýðræðislegar kosningar í landinu. Colin Powell, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, viðurkenndi í dag að ógerlegt gæti reynst að halda kosningarnar að öllu óbreyttu, eins og fulltrúar Sameinuðu Þjóðanna hafa haldið fram. Hann sagði jafnframt að ná yrði á ný svæðum, sem uppreisnarmenn hefðu á sínu valdi. Til að bæta gráu ofan á svart segir Reuters-fréttastofan að í væntanlegri skýrslu yfirmanns vopnaeftirlits Bandaríkjanna í Írak komi fram, að engin eiturefna- eða sýklavopn hafi fundist í landinu.
Erlent Fréttir Mest lesið Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Erlent Ráðuneytisstjóri bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ í kjölfar viðtals Innlent Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Innlent „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Innlent Óbreytt ástand kemur ekki til greina Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Innlent Fimm keyptu gám sem er ekki til Innlent Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Innlent Fleiri fréttir Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Sjá meira
Ráðuneytisstjóri bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ í kjölfar viðtals Innlent
Ráðuneytisstjóri bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ í kjölfar viðtals Innlent