Erlent

Svíar óhræddir við veikindafrí

Svíar telja það í góðu lagi að taka sér veikindafrí frá vinnu vakni þeir þreyttir og leiðir, samkvæmt nýrri rannsókn. Sextíu og fimm prósent þeirra telja streytu í vinnu góða ástæðu og fjörutíu og eitt prósent telur deilur við yfirmann eða samstarfsfélaga nægja til að taka sér veikindafrí. Félagsmálayfirvöld eru ekki á sama máli og hyggjast því hefja herferð til að fræða almenning um hvenær megi, lögum og reglum samkvæmt, taka sér veikindafrí



Fleiri fréttir

Sjá meira


×