Erlent

13 fórust í Írak í morgun

Þrettán fórust í sjálfsmorðsárás í Bagdad í morgun og tuttugu særðust. Talsmaður heilbrigðisráðuneytisins í Bagdad segir ástæðu til að óttast að talan muni hækka, þar sem sprengjan hafi verið mjög öflug. Bíl var ekið upp að eftirlitsstöð lögreglunnar í miðborg Bagdad-borgar og bifreiðin sprengd í loft upp með fyrrgreindum afleiðingum. Írakskir lögreglumenn eru ofarlega á lista hryðjuverkamanna í Írak, sem segja að lögreglumennirnir séu landráðamenn.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×