Erlent

Opið allan sólarhringinn?

Þjóðverjar velta því nú fyrir sér hvort þeir kæri sig um að verslanir geti verið opnar allan sólarhringinn. Efri deild þýska þingsins skoðar nú frumvarp til laga sem gefur verslunartímann frjálsan. Það yrði þá í verkahring sambandslandanna að ákveða opnunartíma. Ekki er langt síðan að verslanir víðast hvar í Þýskalandi voru ekki opnar langt fram á kvöld, og víða loka matvöruverslanir á hádegi á laugardegi og opna fyrst aftur á mánudagsmorgun. Efnahagsástandið í Þýskalandi er heldur bágt og er talið að með lengri opnunartíma verslana megi örva neyslu Þjóðverja. Myndin er frá efri deild þýska þingsins.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×