Innlent

Ættu ekki að ala upp börn

"Ómerkileg sorpblaðamennska er stunduð á DV og í hverri einustu viku er í DV svo sóðaleg lygi og svo yfirgengilegur sóðaskapur og bull að ég myndi ekki láta sjá mig í sjónvarpi,væri ég ritstjóri þess blaðs, hvað þá taka að mér að ala upp börn," sagði Bjarni Harðarson, ritstjóri Sunnlenska fréttablaðsins í Silfri Egils á Stöð 2 í dag. Mikael Torfson, annar tveggja ritstjóra DV var gestur í þættinum ásamt Bjarna. "Þetta er líkt og að hlusta á geðveikan mann tala," sagði Mikael um ummæli Bjarna og spurði hvort hann vildi ættleiða börn sín. Heyra má og sjá brot úr Silfri Egils þar sem orðasennan fór fram, með því að smella á hlekkinn hér fyrir neðan. Ennfremur má horfa á Silfur Egils í heild sinni hér.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×