Innlent

Fljótsdalshérað talið best

Fljótsdalshérað er nafnið sem kjósendur í sveitarstjórnarkosningunum á Austur Héraði vilja sjá sem nafn á nýju sveitarfélagi. Þau nöfn sem kosið var um í gær voru Egilsstaðabyggð, Fljótsdalshérað og Sveitarfélagið Hérað, en jafnframt gafst kjósendum kostur á að leggja fram annað nafn frá eigin brjósti. Fljótsdalshérað fékk 689 atkvæði, Sveitarfélagið Hérað fékk 263 atkvæði og Egilsstaðabyggð fékk 149 atkvæði. Fjölmargar aðrar tillögur að nafni komu upp úr kjörkössunum og tengdust margar þeirra Egilsstöðum á einhvern hátt og einnig Héraðinu og Lagarfljóti.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×