Sport

Stjóri PSG fær 2 mánaða bann

Hinn skapheiti knattspyrnustjóri PSG, Vahid Halilhodzic, var í dag dæmdur í tveggja mánaðar bann af aganefnd franska knattspyrnusambandsins. Halilhodzic var rekinn af bekknum í leik gegn Lyon fyrir tveim vikum fyrir munnbrúk, en Halilhodzic var ekki ánægður með rautt spjald sem dómari leiksins, Alain Sars, gaf varnarmanninum Mario Yepes. Halilhodzic fær að stýra liði sínu af varamannabekknum á laugardaginn gegn Lille, en bannið tekur gildi frá og með Meistaradeildarleiknum gegn CSKA Moskva í næstu viku. Aðstoðarþjálfari PSG, Bruno Baronchelli, var dæmdur í mánaðar bann, en hann fékk reisupassann í þessum sama leik. Þá var franski landsliðsmaðurinn Jerome Rothen dæmdur í fjögurra leikja bann fyrir niðrandi orð í garð Sars dómara á leið til búningsherbergja eftir leikinn.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×