200 milljóna niðurskurður 2. desember 2004 00:01 Grípa þarf til niðurskurðar í rekstri Hafnarfjarðarbæjar til að mæta kjarasamningi kennara, segir Lúðvík Geirsson bæjarstjóri. Hann, ásamt Einari Njálssyni bæjarstjóra Árborgar, áréttar að tekjustofnar sveitarfélaganna séu veikir. Lúðvík segir útgjöld Hafnarfjarðarbæjar aukast veruleg vegna komandi kjarasamninga við starfsmenn sveitarfélaganna. Samningur kennara auki kostnað bæjarins til dæmis í kringum 190 milljónir króna á næsta ári. "Við erum að fara með fjárhagsáætlun í síðari umræðu í næstu viku. Það er ljóst að við verðum að grípa til ráðstafana núna fyrir seinni umræðu til að mæta þessum kostnaðarauka," segir Lúðvík. Allt sé til skoðunar í þeim efnum. Ekki hafi verið tekin ákvörðun um hvar herða þurfi ólina: "Ég veit að menn eru að glíma við sama vanda hér allt í kringum landið." Einar Njálsson bæjarstjóri segir sveitarfélagið Árborg þurfa að grípa verði til aðgerða vegna almennra kostnaðarþróunar en ekki sérstaklega vegna kjarasamninga grunnskólakennara. Þeir séu aðeins þriðjungur starfsmanna sveitarfélagins og eftir sé að semja við aðra starfsmenn þess. Einar segir sveitarstjórnarmenn bíða eftir niðurstöðu tekjustofanefndar sem standi í viðræðum við ríkið. Viðræður hafi miðað hægt sem séu vonbrigði. Skriður virðist kominn á störf nefndarinnar og sveitarstjórnarmenn vænti niðurstöðu eftir um tveggja mánaða skeið. Lúðvík segir spurður að fjárhagsmál Hafnarfjarðar hafi verið til skoðunar hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga rétt eins og annarra sveitarfélaga. Það hafi rétt eins og 70 prósent sveitarfélaga eytt um efni fram á síðasta ári. Niðurstaða ársreikninga verði í nokkuð góðu jafnvægi á þessu ári. "Við höfum líka verið í mikilli hagræðingu og sparnaði. Það er ekki um annað að ræða en að halda sjó í þessari stöðu," segir Lúðvík. Sveitarfélögin geti ekki rekið þjónustu við íbúa nema að rekstrargrundvöllur þeirra verði tryggður. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi Erlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Innlent Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Fleiri fréttir Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar Sjá meira
Grípa þarf til niðurskurðar í rekstri Hafnarfjarðarbæjar til að mæta kjarasamningi kennara, segir Lúðvík Geirsson bæjarstjóri. Hann, ásamt Einari Njálssyni bæjarstjóra Árborgar, áréttar að tekjustofnar sveitarfélaganna séu veikir. Lúðvík segir útgjöld Hafnarfjarðarbæjar aukast veruleg vegna komandi kjarasamninga við starfsmenn sveitarfélaganna. Samningur kennara auki kostnað bæjarins til dæmis í kringum 190 milljónir króna á næsta ári. "Við erum að fara með fjárhagsáætlun í síðari umræðu í næstu viku. Það er ljóst að við verðum að grípa til ráðstafana núna fyrir seinni umræðu til að mæta þessum kostnaðarauka," segir Lúðvík. Allt sé til skoðunar í þeim efnum. Ekki hafi verið tekin ákvörðun um hvar herða þurfi ólina: "Ég veit að menn eru að glíma við sama vanda hér allt í kringum landið." Einar Njálsson bæjarstjóri segir sveitarfélagið Árborg þurfa að grípa verði til aðgerða vegna almennra kostnaðarþróunar en ekki sérstaklega vegna kjarasamninga grunnskólakennara. Þeir séu aðeins þriðjungur starfsmanna sveitarfélagins og eftir sé að semja við aðra starfsmenn þess. Einar segir sveitarstjórnarmenn bíða eftir niðurstöðu tekjustofanefndar sem standi í viðræðum við ríkið. Viðræður hafi miðað hægt sem séu vonbrigði. Skriður virðist kominn á störf nefndarinnar og sveitarstjórnarmenn vænti niðurstöðu eftir um tveggja mánaða skeið. Lúðvík segir spurður að fjárhagsmál Hafnarfjarðar hafi verið til skoðunar hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga rétt eins og annarra sveitarfélaga. Það hafi rétt eins og 70 prósent sveitarfélaga eytt um efni fram á síðasta ári. Niðurstaða ársreikninga verði í nokkuð góðu jafnvægi á þessu ári. "Við höfum líka verið í mikilli hagræðingu og sparnaði. Það er ekki um annað að ræða en að halda sjó í þessari stöðu," segir Lúðvík. Sveitarfélögin geti ekki rekið þjónustu við íbúa nema að rekstrargrundvöllur þeirra verði tryggður.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi Erlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Innlent Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Fleiri fréttir Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar Sjá meira
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels