Erlent

Fann afskorið höfuð í ruslapoka

Lögreglan í Helsinki hóf morðrannsókn eftir að ung stúlka sem var úti að ganga með hundinn sinn fann afskorið höfuð konu í ruslapoka. Fleiri líkamshlutar fundust í kjölfarið en aðrir hafa enn ekki fundist. Tveir menn hafa verið teknir til yfirheyrslu en lögreglan neitaði að greina frá því hvort þeir væru grunaðir um morðið eða hvort önnur ástæða væri fyrir því að þeir væru yfirheyrðir. Talið er að fórnarlambið sé 36 ára kona sem bar vitni í morðmáli fyrir átta árum. Fórnarlambið í því máli var einnig bútað í sundur.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×