Erlent

Aftur út í geiminn

SpaceShipOne varð fyrsta geimfarið, byggt alfarið af einkaaðilum án aðkomu ríkisvaldsins, til að fljúga tvisvar út í geiminn þegar því var flogið í rúmlega hundrað kílómetra hæð yfir jörðu. Til að hreppa rúmlega 700 milljóna króna verðlaun verður að endurtaka flugið innan tveggja vikna. Verðlaunin eru veitt fyrstu framleiðendunum sem sýna fram á að þeir hafi byggt nothæft geimfar. "Þetta var gaman," sagði geimfarinn Michael Melvill þegar hann var lentur í Mojave eyðimörkinni í Kaliforníu. Ferðin gekk ekki áfallalaust því geimfarið ofreis hátt í þrjátíu sinnum á ferð sinni út í geiminn.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×