Innlent

Kanadískir gullgrafarar á Ísafirði

Gullgrafarar frá Kanada og ferðaþjónusta í Bretlandi nýta sér nálægð Ísafjarðar við Austur-Grænland og leigja flugvél frá Ísafjarðaflugvelli að því er fréttavefur Bæjarins besta greinir frá. Þá eru til taks tvær Twin-Otter vélar sem fara að meðaltali eina ferð í viku yfir sumartímann. „Það eru aðallega breskir ævintýramenn sem fara til að klifra á jöklum og kanadískir gullgrafarar, sem farið hafa til Sødalen í áratugi til að taka sýni og gera athuganir vegna platínu og gulls, sem nýta sér leiguflugið,“ segir Páll Janus Hilmarsson, starfsmaður Flugfélags Íslands á Ísafjarðarflugvelli í samtali við Bæjarins besta. Að sögn Páls er jöklaklifrinu nú lokið þar sem einungis er unnt að fara yfir hásumarið. Leiguflug til Grænlands fer hins vegar eftir eftirspurn og stendur því enn til boða.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×