Reed sveiflar sverði á Arnarhóli 20. ágúst 2004 00:01 Rokkstjarnan Lou Reed kom til Íslands á miðvikudag til að kanna land og þjóð áður en hann treður upp í Laugardalshöll í kvöld. Að sögn tónleikahaldarans Ísleifs B. Þórhallssonar er Reed í skýjunum með ferðina og hrósar öllu sem á vegi hans verður hástöfum. Lou gistir á Hótel 101og sagði hann herbergið sitt það besta sem hann hefði nokkru sinni dvalið á og uppfyllti öll möguleg skilyrði. Matur hússins væri óaðfinnanlegur, hann pantaði sér klúbbsamloku upp á herbergi sem honum þótti algjört lostæti. Íslenskt fylgdarlið kappans fór með hann á veitingastaðinn Sjávarkjallarann og sagði Reed hann vera þann besta í heiminum. Dagskráin hefur verið þétt hjá Lou síðan hann kom, í blíðviðrinu í gærdag skellti hann sér í Bláa lónið líkt og tíðkast meðal fræga fólksins sem heimsækja landið. Einnig er kappinn mjög upptekinn af bardagalist og hafði með sér í farteskinu svotilgert sverð. Hafði hann á orði við Ísleif að hann hyggðist ganga á Arnarhól og æfa nokkrar góðar sveiflur í sólinni bráðlega. Ekki fylgdi sögunni hvort reynsluboltinn lét af verða en þeir sem varir verða við undarlegar og ógnandi uppákomur nálægt Ingólfi Arnarsyni ættu ekkert að óttast. Rokkarinn er eflaust bara að ná sér í gírinn fyrir hina tveggja tíma löngu tónleika sem beðið er með eftirvæntingu. Þegar Reed kom til landsins beið ljósmyndari Víkurfrétta hans í Leifsstöð og náði að smella myndum af kappanum allt þar til hann var kominn að bifreið sinni. Þá brast þolinmæði lífvarða rokkarans og þeir ýttu ljósmyndaranum frá. Víkurfréttir gerðu grein fyrir atvikinu og þar kom fram að ljósmyndarinn hefði endað úti í runna eftir stympingarnar. Ísleifur segir að þessi lýsing atburðarásarinnar sé full ýkt en ljósmyndaranum hafi gefist góður tími til að mynda Reed á leið hans að bílnum. Lífvörðunum hafi því fundist hann orðinn full ágengur þegar hann elti stjörnuna að bílnum. Þeir spurðu hann því hvort ekki væri komið nóg en þegar ekkert lát varð á myndatökunum stjökuðu þeir við honum þannig að hann hörfaði með annan fótinn inn í runna. Allir miðar í Laugardalshöll eru uppseldir að undantöldum örfáum í verslun Skífunnar við Laugaveg. Menning Mest lesið Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru Menning Frægir fundu ástina 2025 Lífið Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Lífið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Menning Best klæddu Íslendingarnir 2025 Tíska og hönnun „Við erum öll dauð hvort sem er“ Lífið Útgefandi Walliams lætur hann róa Lífið Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Menning „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Lífið Fleiri fréttir Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni „Við erum öll dauð hvort sem er“ Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Sjá meira
Rokkstjarnan Lou Reed kom til Íslands á miðvikudag til að kanna land og þjóð áður en hann treður upp í Laugardalshöll í kvöld. Að sögn tónleikahaldarans Ísleifs B. Þórhallssonar er Reed í skýjunum með ferðina og hrósar öllu sem á vegi hans verður hástöfum. Lou gistir á Hótel 101og sagði hann herbergið sitt það besta sem hann hefði nokkru sinni dvalið á og uppfyllti öll möguleg skilyrði. Matur hússins væri óaðfinnanlegur, hann pantaði sér klúbbsamloku upp á herbergi sem honum þótti algjört lostæti. Íslenskt fylgdarlið kappans fór með hann á veitingastaðinn Sjávarkjallarann og sagði Reed hann vera þann besta í heiminum. Dagskráin hefur verið þétt hjá Lou síðan hann kom, í blíðviðrinu í gærdag skellti hann sér í Bláa lónið líkt og tíðkast meðal fræga fólksins sem heimsækja landið. Einnig er kappinn mjög upptekinn af bardagalist og hafði með sér í farteskinu svotilgert sverð. Hafði hann á orði við Ísleif að hann hyggðist ganga á Arnarhól og æfa nokkrar góðar sveiflur í sólinni bráðlega. Ekki fylgdi sögunni hvort reynsluboltinn lét af verða en þeir sem varir verða við undarlegar og ógnandi uppákomur nálægt Ingólfi Arnarsyni ættu ekkert að óttast. Rokkarinn er eflaust bara að ná sér í gírinn fyrir hina tveggja tíma löngu tónleika sem beðið er með eftirvæntingu. Þegar Reed kom til landsins beið ljósmyndari Víkurfrétta hans í Leifsstöð og náði að smella myndum af kappanum allt þar til hann var kominn að bifreið sinni. Þá brast þolinmæði lífvarða rokkarans og þeir ýttu ljósmyndaranum frá. Víkurfréttir gerðu grein fyrir atvikinu og þar kom fram að ljósmyndarinn hefði endað úti í runna eftir stympingarnar. Ísleifur segir að þessi lýsing atburðarásarinnar sé full ýkt en ljósmyndaranum hafi gefist góður tími til að mynda Reed á leið hans að bílnum. Lífvörðunum hafi því fundist hann orðinn full ágengur þegar hann elti stjörnuna að bílnum. Þeir spurðu hann því hvort ekki væri komið nóg en þegar ekkert lát varð á myndatökunum stjökuðu þeir við honum þannig að hann hörfaði með annan fótinn inn í runna. Allir miðar í Laugardalshöll eru uppseldir að undantöldum örfáum í verslun Skífunnar við Laugaveg.
Menning Mest lesið Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru Menning Frægir fundu ástina 2025 Lífið Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Lífið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Menning Best klæddu Íslendingarnir 2025 Tíska og hönnun „Við erum öll dauð hvort sem er“ Lífið Útgefandi Walliams lætur hann róa Lífið Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Menning „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Lífið Fleiri fréttir Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni „Við erum öll dauð hvort sem er“ Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Sjá meira