Reed sveiflar sverði á Arnarhóli 20. ágúst 2004 00:01 Rokkstjarnan Lou Reed kom til Íslands á miðvikudag til að kanna land og þjóð áður en hann treður upp í Laugardalshöll í kvöld. Að sögn tónleikahaldarans Ísleifs B. Þórhallssonar er Reed í skýjunum með ferðina og hrósar öllu sem á vegi hans verður hástöfum. Lou gistir á Hótel 101og sagði hann herbergið sitt það besta sem hann hefði nokkru sinni dvalið á og uppfyllti öll möguleg skilyrði. Matur hússins væri óaðfinnanlegur, hann pantaði sér klúbbsamloku upp á herbergi sem honum þótti algjört lostæti. Íslenskt fylgdarlið kappans fór með hann á veitingastaðinn Sjávarkjallarann og sagði Reed hann vera þann besta í heiminum. Dagskráin hefur verið þétt hjá Lou síðan hann kom, í blíðviðrinu í gærdag skellti hann sér í Bláa lónið líkt og tíðkast meðal fræga fólksins sem heimsækja landið. Einnig er kappinn mjög upptekinn af bardagalist og hafði með sér í farteskinu svotilgert sverð. Hafði hann á orði við Ísleif að hann hyggðist ganga á Arnarhól og æfa nokkrar góðar sveiflur í sólinni bráðlega. Ekki fylgdi sögunni hvort reynsluboltinn lét af verða en þeir sem varir verða við undarlegar og ógnandi uppákomur nálægt Ingólfi Arnarsyni ættu ekkert að óttast. Rokkarinn er eflaust bara að ná sér í gírinn fyrir hina tveggja tíma löngu tónleika sem beðið er með eftirvæntingu. Þegar Reed kom til landsins beið ljósmyndari Víkurfrétta hans í Leifsstöð og náði að smella myndum af kappanum allt þar til hann var kominn að bifreið sinni. Þá brast þolinmæði lífvarða rokkarans og þeir ýttu ljósmyndaranum frá. Víkurfréttir gerðu grein fyrir atvikinu og þar kom fram að ljósmyndarinn hefði endað úti í runna eftir stympingarnar. Ísleifur segir að þessi lýsing atburðarásarinnar sé full ýkt en ljósmyndaranum hafi gefist góður tími til að mynda Reed á leið hans að bílnum. Lífvörðunum hafi því fundist hann orðinn full ágengur þegar hann elti stjörnuna að bílnum. Þeir spurðu hann því hvort ekki væri komið nóg en þegar ekkert lát varð á myndatökunum stjökuðu þeir við honum þannig að hann hörfaði með annan fótinn inn í runna. Allir miðar í Laugardalshöll eru uppseldir að undantöldum örfáum í verslun Skífunnar við Laugaveg. Menning Mest lesið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Lífið Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu „Klárari, sætari og skemmtilegri með aldrinum“ Mömmupasta að hætti Lindu Ben Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Íbúð í Vesturbænum með mikinn karakter Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Kristján Einar leitar sér aðstoðar Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Nældi sér í einn umdeildan Er hægt að komast yfir framhjáhald? Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Svona færðu fullnægingu án handa Sjá meira
Rokkstjarnan Lou Reed kom til Íslands á miðvikudag til að kanna land og þjóð áður en hann treður upp í Laugardalshöll í kvöld. Að sögn tónleikahaldarans Ísleifs B. Þórhallssonar er Reed í skýjunum með ferðina og hrósar öllu sem á vegi hans verður hástöfum. Lou gistir á Hótel 101og sagði hann herbergið sitt það besta sem hann hefði nokkru sinni dvalið á og uppfyllti öll möguleg skilyrði. Matur hússins væri óaðfinnanlegur, hann pantaði sér klúbbsamloku upp á herbergi sem honum þótti algjört lostæti. Íslenskt fylgdarlið kappans fór með hann á veitingastaðinn Sjávarkjallarann og sagði Reed hann vera þann besta í heiminum. Dagskráin hefur verið þétt hjá Lou síðan hann kom, í blíðviðrinu í gærdag skellti hann sér í Bláa lónið líkt og tíðkast meðal fræga fólksins sem heimsækja landið. Einnig er kappinn mjög upptekinn af bardagalist og hafði með sér í farteskinu svotilgert sverð. Hafði hann á orði við Ísleif að hann hyggðist ganga á Arnarhól og æfa nokkrar góðar sveiflur í sólinni bráðlega. Ekki fylgdi sögunni hvort reynsluboltinn lét af verða en þeir sem varir verða við undarlegar og ógnandi uppákomur nálægt Ingólfi Arnarsyni ættu ekkert að óttast. Rokkarinn er eflaust bara að ná sér í gírinn fyrir hina tveggja tíma löngu tónleika sem beðið er með eftirvæntingu. Þegar Reed kom til landsins beið ljósmyndari Víkurfrétta hans í Leifsstöð og náði að smella myndum af kappanum allt þar til hann var kominn að bifreið sinni. Þá brast þolinmæði lífvarða rokkarans og þeir ýttu ljósmyndaranum frá. Víkurfréttir gerðu grein fyrir atvikinu og þar kom fram að ljósmyndarinn hefði endað úti í runna eftir stympingarnar. Ísleifur segir að þessi lýsing atburðarásarinnar sé full ýkt en ljósmyndaranum hafi gefist góður tími til að mynda Reed á leið hans að bílnum. Lífvörðunum hafi því fundist hann orðinn full ágengur þegar hann elti stjörnuna að bílnum. Þeir spurðu hann því hvort ekki væri komið nóg en þegar ekkert lát varð á myndatökunum stjökuðu þeir við honum þannig að hann hörfaði með annan fótinn inn í runna. Allir miðar í Laugardalshöll eru uppseldir að undantöldum örfáum í verslun Skífunnar við Laugaveg.
Menning Mest lesið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Lífið Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu „Klárari, sætari og skemmtilegri með aldrinum“ Mömmupasta að hætti Lindu Ben Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Íbúð í Vesturbænum með mikinn karakter Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Kristján Einar leitar sér aðstoðar Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Nældi sér í einn umdeildan Er hægt að komast yfir framhjáhald? Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Svona færðu fullnægingu án handa Sjá meira