Reed sveiflar sverði á Arnarhóli 20. ágúst 2004 00:01 Rokkstjarnan Lou Reed kom til Íslands á miðvikudag til að kanna land og þjóð áður en hann treður upp í Laugardalshöll í kvöld. Að sögn tónleikahaldarans Ísleifs B. Þórhallssonar er Reed í skýjunum með ferðina og hrósar öllu sem á vegi hans verður hástöfum. Lou gistir á Hótel 101og sagði hann herbergið sitt það besta sem hann hefði nokkru sinni dvalið á og uppfyllti öll möguleg skilyrði. Matur hússins væri óaðfinnanlegur, hann pantaði sér klúbbsamloku upp á herbergi sem honum þótti algjört lostæti. Íslenskt fylgdarlið kappans fór með hann á veitingastaðinn Sjávarkjallarann og sagði Reed hann vera þann besta í heiminum. Dagskráin hefur verið þétt hjá Lou síðan hann kom, í blíðviðrinu í gærdag skellti hann sér í Bláa lónið líkt og tíðkast meðal fræga fólksins sem heimsækja landið. Einnig er kappinn mjög upptekinn af bardagalist og hafði með sér í farteskinu svotilgert sverð. Hafði hann á orði við Ísleif að hann hyggðist ganga á Arnarhól og æfa nokkrar góðar sveiflur í sólinni bráðlega. Ekki fylgdi sögunni hvort reynsluboltinn lét af verða en þeir sem varir verða við undarlegar og ógnandi uppákomur nálægt Ingólfi Arnarsyni ættu ekkert að óttast. Rokkarinn er eflaust bara að ná sér í gírinn fyrir hina tveggja tíma löngu tónleika sem beðið er með eftirvæntingu. Þegar Reed kom til landsins beið ljósmyndari Víkurfrétta hans í Leifsstöð og náði að smella myndum af kappanum allt þar til hann var kominn að bifreið sinni. Þá brast þolinmæði lífvarða rokkarans og þeir ýttu ljósmyndaranum frá. Víkurfréttir gerðu grein fyrir atvikinu og þar kom fram að ljósmyndarinn hefði endað úti í runna eftir stympingarnar. Ísleifur segir að þessi lýsing atburðarásarinnar sé full ýkt en ljósmyndaranum hafi gefist góður tími til að mynda Reed á leið hans að bílnum. Lífvörðunum hafi því fundist hann orðinn full ágengur þegar hann elti stjörnuna að bílnum. Þeir spurðu hann því hvort ekki væri komið nóg en þegar ekkert lát varð á myndatökunum stjökuðu þeir við honum þannig að hann hörfaði með annan fótinn inn í runna. Allir miðar í Laugardalshöll eru uppseldir að undantöldum örfáum í verslun Skífunnar við Laugaveg. Menning Mest lesið „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Lífið Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ Lífið Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Lífið Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Lífið Heimsfræg lesbía á leið til landsins Lífið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Lífið Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Lífið Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði fyrir bókaklúbb Lífið Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Fleiri fréttir Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði fyrir bókaklúbb Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ Sjá meira
Rokkstjarnan Lou Reed kom til Íslands á miðvikudag til að kanna land og þjóð áður en hann treður upp í Laugardalshöll í kvöld. Að sögn tónleikahaldarans Ísleifs B. Þórhallssonar er Reed í skýjunum með ferðina og hrósar öllu sem á vegi hans verður hástöfum. Lou gistir á Hótel 101og sagði hann herbergið sitt það besta sem hann hefði nokkru sinni dvalið á og uppfyllti öll möguleg skilyrði. Matur hússins væri óaðfinnanlegur, hann pantaði sér klúbbsamloku upp á herbergi sem honum þótti algjört lostæti. Íslenskt fylgdarlið kappans fór með hann á veitingastaðinn Sjávarkjallarann og sagði Reed hann vera þann besta í heiminum. Dagskráin hefur verið þétt hjá Lou síðan hann kom, í blíðviðrinu í gærdag skellti hann sér í Bláa lónið líkt og tíðkast meðal fræga fólksins sem heimsækja landið. Einnig er kappinn mjög upptekinn af bardagalist og hafði með sér í farteskinu svotilgert sverð. Hafði hann á orði við Ísleif að hann hyggðist ganga á Arnarhól og æfa nokkrar góðar sveiflur í sólinni bráðlega. Ekki fylgdi sögunni hvort reynsluboltinn lét af verða en þeir sem varir verða við undarlegar og ógnandi uppákomur nálægt Ingólfi Arnarsyni ættu ekkert að óttast. Rokkarinn er eflaust bara að ná sér í gírinn fyrir hina tveggja tíma löngu tónleika sem beðið er með eftirvæntingu. Þegar Reed kom til landsins beið ljósmyndari Víkurfrétta hans í Leifsstöð og náði að smella myndum af kappanum allt þar til hann var kominn að bifreið sinni. Þá brast þolinmæði lífvarða rokkarans og þeir ýttu ljósmyndaranum frá. Víkurfréttir gerðu grein fyrir atvikinu og þar kom fram að ljósmyndarinn hefði endað úti í runna eftir stympingarnar. Ísleifur segir að þessi lýsing atburðarásarinnar sé full ýkt en ljósmyndaranum hafi gefist góður tími til að mynda Reed á leið hans að bílnum. Lífvörðunum hafi því fundist hann orðinn full ágengur þegar hann elti stjörnuna að bílnum. Þeir spurðu hann því hvort ekki væri komið nóg en þegar ekkert lát varð á myndatökunum stjökuðu þeir við honum þannig að hann hörfaði með annan fótinn inn í runna. Allir miðar í Laugardalshöll eru uppseldir að undantöldum örfáum í verslun Skífunnar við Laugaveg.
Menning Mest lesið „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Lífið Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ Lífið Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Lífið Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Lífið Heimsfræg lesbía á leið til landsins Lífið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Lífið Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Lífið Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði fyrir bókaklúbb Lífið Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Fleiri fréttir Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði fyrir bókaklúbb Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ Sjá meira