Erlent

Harward og Princeton bestir

Harward og Princeton eru bestu háskólar Bandaríkjanna fyrir grunnnám, samkvæmt nýrri rannsókn fréttatímaritsins US News and World Report. Yale og háskólinn í Pennsilvaníu fylgja fast á hæla þeim. Þessir skólar hafa árum saman þótt bestir bandarískra háskóla og eru eftirsóttir eftir því. Massachusetts Institute of Technology og Stanford eru í fimmta til áttunda sæti, Columbia-háskólinn í New York er í níunda sæti, Johns Hopkins í því fjórtánda og Georgetown í því 25., svo að nokkrir vel þekktir skólar séu nefndir.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×