1321 umferðarlagabrot myndað í ár 18. september 2004 00:01 Eftirlitsmyndavélar lögreglu á nokkrum fjölförnum gatnamótum Reykjavíkur hafa margsannað gagn sitt. Frá ársbyrjun og fram til síðustu helgar höfðu 799 ökumenn fengið sektartilkynningar vegna hraðakstursbrota og 523 vegna aksturs gegn rauðu ljósi. Lögreglan á tvær myndavélar sem reglulega eru færðar á milli staða og hafa þær verið í notkun undanfarin ár. Á þeim tíma hafa mörg þúsund umferðalagabrot verið mynduð. Kassar undir vélarnar eru á þrettán stöðum í borginni en aðeins átta þeirra eru í lagi. Það stendur upp á borgaryfirvöld og Vegagerð að viðhalda þeim og tengdum búnaði en á því hefur orðið misbrestur. Þá hefur lögreglan óskað eftir að kössum og búnaði verði komið upp í Ártúnsbrekkunni en ekki hlotið hljómgrunn. Hraðakstur er mikið vandamál í brekkunni, líkt og greint var frá í Fréttablaðinu á dögunum, en hraðaskynjarar Gatnamálastofu Reykjavíkur sýna að um helmingi bíla er ekið yfir hámarkshraða. 16 milljónir króna Myndavélarnar eru á könnu Viðars Waage lögreglumanns. Hann segir þær hafa reynst afskaplega vel og spara mannafla. Ekki þurfi að standa vaktina með radar og vökul augu á gatnamótum. "Langflestir borga sektirnar sínar möglunarlaust en einstaka mál hafa farið fyrir dómstóla. Í byrjun voru ákveðin vandamál við myndirnar en því var kippt í liðinn og þessi gögn eru fullgild fyrir dómi," segir Viðar sem afgreiðir á milli þrjú og fjögur hundruð mál á mánuði. Þótt myndavélarnar séu dýrar, kosti fimm til sex milljónir króna, hafa þær margborgað sig. Sektir vegna myndaðra brota ársins nema á annan tug milljóna. Fimmtán þúsund króna sekt liggur við akstri gegn rauðu ljósi og sé sú upphæð margfölduð með fjölda útsendra sekta fást tæpar átta milljónir króna. Hraðaksturssektirnar eru misháar, fjárhæðin ræðst af hraðanum, en sé gripið til meðaltals má ætla að aðrar átta milljónir hafi innheimst. Gróflega áætlað má því gera ráð fyrir að á fyrstu níu mánuðum ársins nemi sektir eftir mynduð brot með eftirlitsmyndavélum um sextán milljónum króna. Farið hefur fé betra. Að auki fá ökumenn punkta á ferilsskrá sína, fjöldinn ræðst af alvarleika brotanna. Kassarnir gera sitt Lögreglan í Reykjavík annast líka rekstur hraðamyndavélar í Hvalfjarðargöngum en henni var komið fyrir um mitt ár 2001. Fjölmargir hafa brunað yfir sjötíu kílómetra hámarkshraðann en nákvæmur fjöldi liggur ekki fyrir. Má þó nefna að á þremur dögum í síðustu viku höfðu rúmlega fimm þúsund bílar farið í gegn og 62 af þeim brotið hraðamörkin. Vert er þó að geta að vélin smellir ekki af fyrr en ákveðnum umframhraða er náð. Sama er uppi á teningnum í myndavélunum í borginni. Viðar Waage segir fælingarmátt vélanna ótvíræðann. "Það hefur hægst á mönnum í göngunum eftir að vélinni var komið fyrir. Þetta er geysilega öflugt tæki í baráttunni gegn umferðaslysum." Hann segist ennfremur sannfærður um að kassarnir á gatnamótunum hafi sín áhrif þó engin sé vélin inni í þeim. "Fólk veit aldrei hvar vélin er og gætir sín þegar það sér kassana." Karlar og konur brjóta umferðarlögin í jafnríkum mæli en sérlega áberandi er hve ungir ökumenn eru gjarnir á að aka greitt. Myndavélarnar voru umdeildar þegar þær voru teknar í gagnið og því var meðal annars fleygt að upp gæti komist um framhjáhöld og annan ólifnað með myndunum. Viðar man glöggt þessa umræðu og segir það hafa komið örsjaldan fyrir að spurt sé um farþega í bílum. Slíkt komi upp þegar annar en skráður eigandi bíls er undir stýri en eigandanum er tilkynnt um brotið. Ber honum að gefa lögreglu upp hver ók bílnum á þeim tíma er brotið var framið. Viðar segir engar upplýsingar veittar, sama hversu vel og lengi bíleigendurnir suða. Þeir verði að snúa sér að þeim sem var undir stýri. En frá slíku húmbúkki yfir í alvöru lífsins. "Það er sorglegt hve margir brjóta umferðareglurnar," segir Viðar lögreguþjónn, "það þarf að breyta hugarfarinu í umferðinni svo ökumenn fari eftir þeim reglum sem settar eru þeim og okkur öllum til varnar." Fréttir Innlent Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Vara við eldislax í Haukadalsá Fréttir „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Sjá meira
Eftirlitsmyndavélar lögreglu á nokkrum fjölförnum gatnamótum Reykjavíkur hafa margsannað gagn sitt. Frá ársbyrjun og fram til síðustu helgar höfðu 799 ökumenn fengið sektartilkynningar vegna hraðakstursbrota og 523 vegna aksturs gegn rauðu ljósi. Lögreglan á tvær myndavélar sem reglulega eru færðar á milli staða og hafa þær verið í notkun undanfarin ár. Á þeim tíma hafa mörg þúsund umferðalagabrot verið mynduð. Kassar undir vélarnar eru á þrettán stöðum í borginni en aðeins átta þeirra eru í lagi. Það stendur upp á borgaryfirvöld og Vegagerð að viðhalda þeim og tengdum búnaði en á því hefur orðið misbrestur. Þá hefur lögreglan óskað eftir að kössum og búnaði verði komið upp í Ártúnsbrekkunni en ekki hlotið hljómgrunn. Hraðakstur er mikið vandamál í brekkunni, líkt og greint var frá í Fréttablaðinu á dögunum, en hraðaskynjarar Gatnamálastofu Reykjavíkur sýna að um helmingi bíla er ekið yfir hámarkshraða. 16 milljónir króna Myndavélarnar eru á könnu Viðars Waage lögreglumanns. Hann segir þær hafa reynst afskaplega vel og spara mannafla. Ekki þurfi að standa vaktina með radar og vökul augu á gatnamótum. "Langflestir borga sektirnar sínar möglunarlaust en einstaka mál hafa farið fyrir dómstóla. Í byrjun voru ákveðin vandamál við myndirnar en því var kippt í liðinn og þessi gögn eru fullgild fyrir dómi," segir Viðar sem afgreiðir á milli þrjú og fjögur hundruð mál á mánuði. Þótt myndavélarnar séu dýrar, kosti fimm til sex milljónir króna, hafa þær margborgað sig. Sektir vegna myndaðra brota ársins nema á annan tug milljóna. Fimmtán þúsund króna sekt liggur við akstri gegn rauðu ljósi og sé sú upphæð margfölduð með fjölda útsendra sekta fást tæpar átta milljónir króna. Hraðaksturssektirnar eru misháar, fjárhæðin ræðst af hraðanum, en sé gripið til meðaltals má ætla að aðrar átta milljónir hafi innheimst. Gróflega áætlað má því gera ráð fyrir að á fyrstu níu mánuðum ársins nemi sektir eftir mynduð brot með eftirlitsmyndavélum um sextán milljónum króna. Farið hefur fé betra. Að auki fá ökumenn punkta á ferilsskrá sína, fjöldinn ræðst af alvarleika brotanna. Kassarnir gera sitt Lögreglan í Reykjavík annast líka rekstur hraðamyndavélar í Hvalfjarðargöngum en henni var komið fyrir um mitt ár 2001. Fjölmargir hafa brunað yfir sjötíu kílómetra hámarkshraðann en nákvæmur fjöldi liggur ekki fyrir. Má þó nefna að á þremur dögum í síðustu viku höfðu rúmlega fimm þúsund bílar farið í gegn og 62 af þeim brotið hraðamörkin. Vert er þó að geta að vélin smellir ekki af fyrr en ákveðnum umframhraða er náð. Sama er uppi á teningnum í myndavélunum í borginni. Viðar Waage segir fælingarmátt vélanna ótvíræðann. "Það hefur hægst á mönnum í göngunum eftir að vélinni var komið fyrir. Þetta er geysilega öflugt tæki í baráttunni gegn umferðaslysum." Hann segist ennfremur sannfærður um að kassarnir á gatnamótunum hafi sín áhrif þó engin sé vélin inni í þeim. "Fólk veit aldrei hvar vélin er og gætir sín þegar það sér kassana." Karlar og konur brjóta umferðarlögin í jafnríkum mæli en sérlega áberandi er hve ungir ökumenn eru gjarnir á að aka greitt. Myndavélarnar voru umdeildar þegar þær voru teknar í gagnið og því var meðal annars fleygt að upp gæti komist um framhjáhöld og annan ólifnað með myndunum. Viðar man glöggt þessa umræðu og segir það hafa komið örsjaldan fyrir að spurt sé um farþega í bílum. Slíkt komi upp þegar annar en skráður eigandi bíls er undir stýri en eigandanum er tilkynnt um brotið. Ber honum að gefa lögreglu upp hver ók bílnum á þeim tíma er brotið var framið. Viðar segir engar upplýsingar veittar, sama hversu vel og lengi bíleigendurnir suða. Þeir verði að snúa sér að þeim sem var undir stýri. En frá slíku húmbúkki yfir í alvöru lífsins. "Það er sorglegt hve margir brjóta umferðareglurnar," segir Viðar lögreguþjónn, "það þarf að breyta hugarfarinu í umferðinni svo ökumenn fari eftir þeim reglum sem settar eru þeim og okkur öllum til varnar."
Fréttir Innlent Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Vara við eldislax í Haukadalsá Fréttir „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Sjá meira
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent