Sport

Hafnaboltamyndir á 50 millur

Pakki af hafnaboltamyndum frá árinu 1914, seldist nýlega á uppboði á 800 þúsund dollara eða sem nemur rúmlega 50 milljónum íslenskra króna. Kona frá New York, sem óskaði nafnleyndar rétt eins og kaupandinn, fann myndirnar í gömlum skókassa á heimili sínu en þær voru í eigu frænda hennar sem lét lífið í annarri heimsstyrjöldinni. Sjaldgæfar og vel með farnar íþróttamyndir ganga dýrum dómum á uppboðum í Bandaríkjunum og því er upplagt að skella sér á háaloftið, róta í gömlu kössunum og drífa sig á eBay.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×